Fara í efni  

Fréttir

Fundur um Byggðaáætlun 2006-2009

Byggðastofnun ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti boðuðu til fundar um byggðaáætlun 2006-2009 föstudaginn 18. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík. Fundinn sóttu fulltrúar atvinnuþróunarfélaga um land allt og frá samtökum sveitarfélaga. Þar voru kynnt markmið næstu byggðaáætlunar og fundargestum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Byggðastofnun ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti boðuðu til fundar um byggðaáætlun 2006-2009 föstudaginn 18. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík. Fundinn sóttu fulltrúar atvinnuþróunarfélaga um land allt og frá samtökum sveitarfélaga. Þar voru kynnt markmið næstu byggðaáætlunar og fundargestum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Á fundinum flutti Halldór V. Kristjánsson á þróunarsviði Byggðastofnunar erindi um byggðaþróun á árunum 1995-2004. Fram kom m.a. að framan af tímabilinu fækkaði fólki á landsbyggðinni verulega, en fjölgaði heldur á síðari hlutanum. Konur eru færri en karlar á landsbyggðinni og mest vantar fólk í aldurshópinn 25-35 ára.

Þá voru flutt fjögur erindi undir heitinu “Áherslur í byggðaáætlun 2006-2009”. Fyrstur talaði Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hann fjallaði m.a. um gerð núgildandi byggðaáætlunar og helstu áherslur, en því næst kynnti hann markmið næstu byggðaáætlunar, sem nú er hafin vinna við. Þá var flutt erindi Snorra Björns Sigurðssonar, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, sem einnig fjallaði um helstu áherslur væntanlegrar byggðaáætlunar. Þriðja erindið flutti Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, og ræddi um byggðaáætlanir út frá sjónarhóli sveitarfélaganna. Hún lagði áherslu á mikilvægi samgangna og að efla þyrfti starfsemi ríkisfjölmiðla á landsbyggðinni. Síðasta erindið flutti Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Samgöngumálin voru honum einnig ofarlega í huga, m.a. benti hann á aukningu þungaflutninga um þjóðvegina, með því að sjóflutningar hafi aflagst. Nýta ætti það sem vel hefði tekist úr síðustu byggðaáætlun við gerð nýrrar áætlunar. Huga þyrfti að því að sveitarfélögin geti tekið við verkefnum og séu tryggðar tekjur. Hann taldi einnig mikilvægt að jafna flutningskostnað.

Að erindum loknum bauðst fundagestum að stinga upp á leiðum að þeim markmiðum sem búið var að kynna vegna nýrrar byggðaáætlunar. Fram komu fjöldamargar ábeningar, m.a. að lengja gildistíma byggðaáætlunar, að taka tillit til vilja íbúa landsbyggðarinnar við stefnumótun í byggðamálum, samgöngumál voru fundarmönnum mjög hugleikin, en einnig komu fram tillögur um skipulagsmál,  rannsóknar- og þróunarstarf, markaðsmál, eflingu sveitarstjórnarstigsins, bætta stöðu kvenna á landsbyggðinni og eflingu atvinnuþróunarstarfs, svo dæmi séu nefnd.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389