Fara í efni  

Fréttir

Fundur um stöðu Raufarhafnar

Fundur um stöðu Raufarhafnar
Frá fundinum á Raufarhöfn

Íbúaþróun á Raufarhöfn hefur um langt árabil verið mjög neikvæð, og hafa ýmsar aðgerðir opinberra aðila og heimamanna ekki megnað að snúa þeirri þróun við.  Byggðastofnun hefur fylgst grannt með þessari þróun, og telur áhugavert að skoða hvort hægt sé að nálgast umræðu um málefni Raufarhafnar á annan hátt en gert hefur verið hingað til, og ekki síst að leita leiða til að fá fram skoðanir og vilja íbúanna sjálfra hvað varðar áframhaldandi þróun byggðar á Raufarhöfn. 

Reynt verði að greina hverjar séu skyldur ríkisins, sveitarfélagsins og annarra opinberra aðila við íbúa Raufarhafnar, og hvaða væntingar íbúarnir hafi til þessara aðila.  Undanfarna mánuði hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar umræðu í samstarfi Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Háskólans á Akureyri, Norðurþings og íbúasamtaka á Raufarhöfn.

Mánudaginn 15. október boðuðu ofangreindir aðilar til fundar með íbúum staðarins í grunnskólanum á Raufarhöfn. Að auki komu fulltrúar verkalýðsfélagsins Framsýnar á fundinn, og munu eftirleiðis taka þátt í verkefninu, en einnig er til skoðunar að fá til samstarfs fleiri aðila. Fundargestum var skipt í umræðuhópa um eftirfarandi málefni:

  • Barnafjölskyldan
  • Rekstur og atvinnulíf
  • Umhverfi

Vel var mætt og voru umræður upplýsandi og málefnalegar. Rætt var um stöðu samfélagsins og framtíðarsýn íbúanna, sérstaklega hvað þessa þrjá þætti varðar. Fjölmargar gagnlegar ábendingar og upplýsingar komu fram í þessum hópum sem unnið verður úr í framhaldinu.  Fundurinn er hluti vinnuferlis fyrrgreindra stofnana og íbúa Raufarhafnar.  Síðar verður efnt til almenns íbúafundar þar sem staðan og mögulegar lausnir verða til umræðu.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389