Fara í efni  

Fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin

Föstudaginn 16. nóvember tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki.  Þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins sem er jarðvinna.  Ríkiskaup buðu jarðvinnuna út og lægstbjóðandi reyndist vera Vinnuvélar Símonar ehf.  Nú á allra næstu vikum verður bygging hússins svo boðin út og standa vonir til að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2020.

Byggðastofnun fluttist frá Reykjavík til Sauðárkróks árið 2001 og hefur frá þeim tíma verið í leiguhúsnæði sem hentar starfseminni ekki lengur.  Í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins hefur farið fram ítarlegt mat á valkostum í húsnæðismálum Byggðastofnunar hér á Sauðárkróki og er niðurstaðan að hagkvæmast sé að byggja hús sem sérstaklega er lagað að þörfum hennar.  Meðal þess sem haft hefur verið í huga við hönnun hússins er að þar verði snertistöðvar sem hægt verður að bjóða starfsmönnum annarra stofnana eða ráðuneyta til afnota um lengri eða skemmri tíma.  Má í því sambandi minna á að með samþykkt stefnumótandi byggðaáætlunar 2018-2024 hefur Alþingi mótað stefnu um störf án staðsetningar og er stefnt að því að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024.  Það er vel til þess fallið að styrkja og efla ímynd Byggðastofnunar sem sjálfstæðrar stofnunar sem vinnur að mikilvægum málum lands og þjóðar.  Það treystir hana einnig í sessi til framtíðar hér á Sauðárkróki. 

Starfsmenn Byggðastofnunar eru 27.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389