Fara í efni  

Fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin

Föstudaginn 16. nóvember tók Sigurđur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra fyrstu skóflustunguna ađ nýju skrifstofuhúsnćđi fyrir Byggđastofnun ađ Sauđármýri 2 á Sauđárkróki.  Ţar međ hefjast framkvćmdir viđ fyrsta áfanga verksins sem er jarđvinna.  Ríkiskaup buđu jarđvinnuna út og lćgstbjóđandi reyndist vera Vinnuvélar Símonar ehf.  Nú á allra nćstu vikum verđur bygging hússins svo bođin út og standa vonir til ađ framkvćmdum verđi ađ fullu lokiđ um mitt ár 2020.

Byggđastofnun fluttist frá Reykjavík til Sauđárkróks áriđ 2001 og hefur frá ţeim tíma veriđ í leiguhúsnćđi sem hentar starfseminni ekki lengur.  Í samstarfi viđ Framkvćmdasýslu ríkisins hefur fariđ fram ítarlegt mat á valkostum í húsnćđismálum Byggđastofnunar hér á Sauđárkróki og er niđurstađan ađ hagkvćmast sé ađ byggja hús sem sérstaklega er lagađ ađ ţörfum hennar.  Međal ţess sem haft hefur veriđ í huga viđ hönnun hússins er ađ ţar verđi snertistöđvar sem hćgt verđur ađ bjóđa starfsmönnum annarra stofnana eđa ráđuneyta til afnota um lengri eđa skemmri tíma.  Má í ţví sambandi minna á ađ međ samţykkt stefnumótandi byggđaáćtlunar 2018-2024 hefur Alţingi mótađ stefnu um störf án stađsetningar og er stefnt ađ ţví ađ 10% allra auglýstra starfa í ráđuneytum og stofnunum ţeirra verđi án stađsetningar áriđ 2024.  Ţađ er vel til ţess falliđ ađ styrkja og efla ímynd Byggđastofnunar sem sjálfstćđrar stofnunar sem vinnur ađ mikilvćgum málum lands og ţjóđar.  Ţađ treystir hana einnig í sessi til framtíđar hér á Sauđárkróki. 

Starfsmenn Byggđastofnunar eru 27.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389