Fara efni  

Frttir

Gerjun Raufarhfn

Gerjun  Raufarhfn
Raufarhfn

Talsverð gerjun er á Raufarhöfn þessa dagana, ári eftir að verkefni Byggðastofnunar í samstarfi við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og fleiri aðila um framtíð Raufarhafnar hófst. Hár styrkur fékkst nýverið til eflingar ferðaþjónustu á Raufarhöfn, Alþingi er að ræða möguleika á veitingu aflaheimilda til byggðarlaga í alvarlegum vanda og ýmsir aðilar skoða möguleika í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á staðnum. Samfélagið í þorpinu hefur tekið við sér með stofnun íbúasamtaka og samtaka eldri borgara. Nánar má fræðast um þetta í fréttabréfi Kristjáns Þ. Halldórssonar, verkefnisstjóra Byggðastofnunar á Raufarhöfn sem nálgast má hér.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389