Fréttir
Gildandi ábyrgðasamkomulag við Evrópska Fjárfestingasjóðinn fullnýtt
Byggðastofnun hefur fullnýtt fjárhæð gildandi ábyrgðasamkomulags InvestEU við Evrópska fjárfestingasjóðinn (EIF). Í ljósi mikillar eftirspurnar hefur stofnunin óskað eftir því að tvöfalda samninginn og mun stjórn EIF taka þá beiðni til afgreiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2026.
Í júní 2024 var ritað undir samning við Evrópska Fjárfestingabankann (EIB) og EIF um aðild að InvestEU ábyrgðasamkomulaginu. Samkomulagið felur m.a. í sér möguleika fyrir stofnunina að veita lán í ákveðnum flokkum með hærra veðsetningarhlutfalli en áður þekkist. Samningurinn hefur þegar skilað áþreifanlegum árangri. Á aðeins 18 mánuðum hefur hann stuðlað að sköpun um 50 nýrra starfa víðs vegar um landsbyggðirnar, auk þess sem gert er ráð fyrir að öðrum 50 störfum verði viðhaldið með lánum sem veitt hafa verið með bakábyrgð InvestEU. Samtals er því um að ræða áhrif á um 100 störf.
Aðgengi Byggðastofnunar að ábyrgðakerfum EIF – fyrst með aðild að COSME-samkomulaginu og síðar InvestEU – hefur gjörbreytt lánastarfsemi stofnunarinnar. Ábyrgðirnar hafa reynst öflugt tæki til að auka útlán, dreifa áhættu og efla atvinnulíf í landsbyggðunum.
Meðal þeirra úrræða sem nýst hafa sérstaklega vel eru sértæk lán til nýliðunar í landbúnaði, lán til viðkvæmra byggðarlaga, græn lán, nýsköpunarlán og lán til atvinnurekstrar kvenna. Þessi fjölbreyttu lánatækifæri hafa gert fjölda einstaklinga og fyrirtækja kleift að byggja upp sjálfbæran rekstur, skapa ný störf og stuðla að aukinni fjölbreytni atvinnulífs utan höfuðborgarsvæðisins.
Lánastarfsemi Byggðastofnunar hefur aldrei verið jafn öflug og nú, sem undirstrikar mikilvægt hlutverk stofnunarinnar sem einn af lykilaðilum í atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun um allt land. Sú starfsemi fellur vel að markmiðum byggðastefnu stjórnvalda um að skapa skilyrði fyrir fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi um allt land. Með auknu aðgengi að fjármögnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins er unnið markvisst að því að jafna tækifæri milli landsvæða og styrkja byggðafestu.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

