Fara í efni  

Fréttir

Góđ ţátttaka í IPA-námskeiđum

Góđ ţátttaka í IPA-námskeiđum
Vinnuhópur ađ störfum

Fyrri hluti námskeiða vegna IPA-verkefnisstyrkja stendur nú yfir og er áætlað að hátt í tvöhundruð manns muni sækja námskeiðin. Fyrsta námskeiðið var haldið á Grand hotel í Reykjavík á þriðjudag og miðvikudag og á Egilsstöðum í dag og í gær. Í næstu viku verða síðan námskeið á Akureyri á mánudag og þriðjudag og á Ísafirði miðvikudag og fimmtudag.

Norman Pearson sérfræðingur í verkefnastjórn stóð að námskeiðinu ásamt Susanne M. Nielsen sem er flestum þátttakendum af góðu kunn eftir IPA-kynningarfundina í byrjun september. Susanne er sérfræðingur í svæðaþróunarstarfi ESB. Bæði hafa þau starfað víða um Evrópu og hafa víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum Evrópusambandsins. 

Á námskeiðinu var m.a. rætt um hvernig góð samstarfsverkefni verði til og hvernig slík verkefni eigi að falla að viðmiðum og stefnumörkun ESB. Þátttakendum var skipt upp í átta málefnahópa þar sem unnið var eftir fyrirframgefinni aðferðafræði, sem Norman fór í gegnum. Ráðgjafarnir tveir aðstoðuðu hópana og svöruðu fyrirspurnum.

 Í lok námskeiðsins var þátttakendum boðið upp á einkaviðtöl við ráðgjafana til að ræða um einstök verkefni. Það boð þáðu tæplega þrjátíu aðilar fyrir jafn margar verkefnahugmyndir.  Að mati starfsmanna Byggðastofnunar tókst vel til með námskeiðið í Reykjavík og sögðust flestir þeir þátttakendur sem spurðir voru vera ánægðir og ýmsir kváðust jafnvel hafa fengið hugljómanir eða nýjar hugmyndir um verkefni.

 Seinni hluti námskeiðsins verður dagana 23.-30. október næstkomandi.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389