Fara í efni  

Fréttir

Góðir íbúafundir í Öxarfjarðarhéraði, Skaftárhreppi, Hrísey og Grímsey

 fyrstu mánuðum ársins 2018 voru haldnir íbúafundir í Öxarfjarðarhéraði, Skaftárhreppi, Hrísey og Grímsey, sem liður í samtali við íbúa vegna verkefnisins Brothættar byggðir. Góð mæting var á alla fundina og sköpuðust líflegar og málefnalegar umræður.

Fyrsti fundurinn var haldinn í Lundi í Öxarfjarðarhéraði mánudaginn 29. janúar. Á fundinum var farið yfir núverandi markmið og framtíðarsýn verkefnisins Öxarfjörður í sókn og unnið í vinnuhópum til að endurskoða og uppfæra markmiðin og framtíðarsýnina. Einnig voru kynningar frá tveim styrkþegum Öxarfjarðar í sókn þar sem þeir fóru yfir sín verkefni og kynntu stöðu og árangur.

Annar fundurinn var haldinn í félasheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi að kvöldi fimmtudagsins 15. febrúar. Tímasetning valin með tilliti til þess að bændur gætu mætt eftir seinni mjaltir. Á fundinum var farið yfir stöðu verkefna úr verkefnisáætlun Skaftárhrepps til framtíðar og var ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur hefur náðst á verkefnistímanum. Markmið og áætlanir voru yfirfarin og uppfærð í vinnuhópum. Í lok fundarins kynntu nokkrir styrkþegar Skaftárhrepps til framtíðar sín verkefni og árangur þeirra.

Þriðji fundurinn var haldinn í Hlein í Hrísey miðvikudaginn 28. febrúar. Á fundinum var farið yfir stöðu verkefna úr verkefnisáætlun Hrísey – Perlu Eyjafjarðar. Þar hefur margt áunnist en þó er enn af nægu að taka. Á seinni hluta fundarins kynntu nokkrir styrkþegar Hríseyjar – Perlu Eyjafjarðar sín verkefni, stöðu þeirra og árangur. Í lok fundarins sátu Sigurður Árnason hjá Byggðastofnun og Kjartan Páll Guðmundsson hjá K&G ehf. fyrir svörum varðandi aflamark Byggðastofnunar en það málefni er íbúum Hríseyjar mjög hugleikið.

Seinasti íbúafundur vetrarins var haldinn í grunnskólanum í Grímsey föstudaginn 2. mars. Á fundinum var farið yfir stöðu verkefna úr verkefnisáætlun fyrir Glæðum Grímsey. Þarf hafði margt áunnist og íbúar settu fram frekari hugmyndir fyrir framhaldið sem verkefnisstjórn og verkefnisstjóri munu halda áfram að vinna það.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundunum í Öxarfjarðarhéraði, Skaftárhreppi, Hrísey og Grímsey.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389