Fara efni  

Frttir

Gur hagnaur af rekstri Baflagsins Mvatnssveit ri 2007

Þriðjudaginn 29. apríl sl. var haldinn aðalfundur Baðfélags Mývatnsveitar sem á og rekur jarðböðin við Mývatn.  Byggðastofnun er eigandi 20% hlutafjár í félaginu.

Jarðböðin voru opnuð árið 2004 og hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda, jafnt sumar sem vetur.   Þannig voru baðgestir árið 2007 um 70.000 talsins.  Góður hagnaður varð af rekstri ársins 2007.

Nú standa yfir framkvæmdir við um 300 fm  viðbyggingu á móttökuhúsi.  Það húsnæði á að hýsa veitingastað, snyrtingar, ferðamannaverslun, lager, þvottahús og starfsmannaaðstöðu. Áætlað er að Þessi framkvæmd kosti um 50 milljónir króna og verður tilbúin til notkunar um mánaðarmótin maí-júní í ár.   Þessi starfsemi sem nú bætist við mun renna enn styrkari stoðum undir starfsemi félagsins og bæta enn frekar aðstöðu baðgesta og starfsfólks.  Starfsmenn jarðbaðanna árið 2007 voru 17 talsins, og því er félagið í hópi stærstu  vinnustaða í Mývatnssveit.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389