Fara í efni  

Fréttir

Góđur íbúafundur í Árneshreppi í verkefninu Brothćttar byggđir

Ţriđjudaginn 28. nóvember var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á Ströndum sem liđur í samtali viđ íbúa vegna verkefnisins Brothćttar byggđir, en sveitarfélagiđ hefur nýveriđ veriđ tekiđ inn í verkefniđ. Mjög góđ mćting var á fundinn og sköpuđust líflegar og málefnalegar umrćđur.

Á fundinum var fariđ yfir drög ađ stefnumótun fyrir verkefniđ sem unnin höfđu veriđ af verkefnisstjóra og verkefnisstjórn og komu íbúar athugasemdum sínum á framfćri. Stćrstu áherslumál íbúa/verkefnisins tengjast innviđum en fjölmörg önnur atriđi verđa til úrvinnslu í verkefninu.  Íbúar Árneshrepps voru almennt sammála um framgang flestra ţessara mála og virđist sem góđur samhljómur sé í ţeirri baráttu sem framundan er. Ákveđiđ var ađ fjölga í verkefnisstjórn og voru ţćr Vigdís Grímsdóttir og Linda Guđmundsdóttir kosnar sem fulltrúar íbúa, auk ţeirra sem fyrir voru. Í kjölfar fundarins standa íbúar fyrir kosningu um heiti á verkefniđ og má vćnta niđurstöđu innan fárra daga.

 Áfram verđur unniđ ađ stefnumótun fyrir verkefniđ og stefnt er ađ ţví ađ ţeirri vinnu ljúki á nćstu dögum. Ađ ţeirri vinnu lokinni mun verkefniđ fćrast yfir á framkvćmdastig.

 Međfylgjandi myndir voru teknar á fundinum. Önnur er af fundarmönnum en á hinni er nýskipuđ verkefnisstjórn. Frá vinstri: Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir, Skúli Gautason, verkefnisstjóri, Eva Sigurbjörnsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Arinbjörn Bernharđsson, Linda Guđmundsdóttir, Kristmundur Kristmundsson, Ađalsteinn Óskarsson og Kristján Ţ. Halldórsson


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389