Fara í efni  

Fréttir

Gott haust í Grímsey

Fréttakorn frá verkefnisstjóra Brothættra byggða í verkefninu Glæðum Grímsey. 

Óvenju mannmargt hefur verið í Grímsey í haust, en nokkuð margir Grímseyingar sem alla jafna dvelja í landi á veturna hafa nú verið í eynni, þar með talið töluvert af börnum og unglingum sem hafa verið í fjar- og heimakennslu eins og víða annars staðar.

Á sumrin dvelja yfirleitt upp undir 100 manns í Grímsey en fækkar verulega yfir vetrartímann þegar þar dvelja oftast á bilinu 15-20 manns. Núna í nóvember brá hins vegar svo við að það voru 35-40 í eyjunni. Þar af voru 6-8 börn á leik- og grunnskólaaldri og 2-3 framhaldsskólanemar.

Ufsaveiði hefur verið afar góð við eyjuna og hafa bæði Björn EA 220 og Þorleifur EA 88 prýtt topp 10 lista Aflafrétta síðustu vikur.

Bátafloti Grímseyjar hefur stækkað töluvert í ár, en auk þeirra þriggja báta sem hafa bæst við hingað til, komu feðgarnir Magnús Bjarnason og Bjarni Reykjalín nýverið til hafnar með Skel 26 sem mun fá nafnið Sæfinnur EA 58.

Í sumar var hafist handa við að koma upp líkamsræktaraðstöðu í félagsheimilinu í Grímsey og er hún nú fullbúin, komin í gagnið og vel nýtt af heimafólki.

Fyrir stuttu var lokið við að setja upp grillhýsi við tjaldsvæðið sem mun eflaust nýtast mörgum heimamanninum og ferðalanginum þegar sól tekur að hækka á lofti á ný.

Skipt var um alla kúpla á götuljósum nýlega og eyjaskeggjar hafa verið duglegir við að setja upp jólaljós á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum sem lýsa nú upp myrkasta skammdegið, en í Grímsey nýtur einungis sólar í rúmar tvær klukkustundir á stysta degi ársins 21. desember 2020.

Fréttin hefur einnig birst á eftirfarandi vef: https://www.akureyri.is/grimsey/frettir/af-ymsu-ad-taka-2

Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389