Fara í efni  

Fréttir

Grímseyingar kalla eftir stefnumörkun í ferðaþjónustu á eyjunni

Grímseyingar vilja að ferðaþjónusta verði heilsárs atvinnugrein í Grímsey en á forsendum íbúanna þar, sem kalla eftir stefnumörkun og aukinni samvinnu varðandi afþreyingu, veitingasölu, leiðsögn og annað það sem gæti komið samfélaginu í Grímsey og náttúrvernd eyjunnar vel. Meirihluti ferðamanna sem þangað kemur vill ferðast á ábyrgan hátt og vara þeir við neikvæðum áhrifum fjöldaferðamennsku í þessari einstöku eyju á norðurhjara veraldar. 

Þetta er niðurstaða rannsóknar um eðli og áhrif ferðamennsku og þjónustu í Grímsey sem Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum stóðu að í fyrra og birt var fyrr í sumar. 

Íbúum eyjunnar er umhugað um að þeir fái að þróa ferðamál í Grímsey á eigin forsendum sem myndi í senn vernda náttúruna sem þeir lifa af og skapa þeim aukin tækifæri til lífsviðurværis og búsetu allt árið. Telja þeir að leggja þurfi áherslu á að lengja ferðamannatímabilið. Nú þegar sé mikið álag yfir sumartímann sem hið fámenna samfélag þar eigi nóg með að sinna.

Til þess að ferðaþjónustan geti þróast í atvinnugrein í Grímsey skiptir mestu að laga samgöngur, bæði á sjó og lofti. Ferjan Sæfari hentar að mati íbúanna afar illa fyrir farþegaflutninga, hún fer hægt yfir og er slæm í sjó auk þess sem aðstaða fyrir farþega er afar bágborin. Fram kemur í rannsókninni að íbúar telja flugþjónustuna  mjög takmarkaða, þar sem áætlunarflug er einungis tvisvar í viku yfir sumarið.

Þegar litið er til innviða, þarf að bæta upplýsingagjöf til ferðamanna, bæði í markaðs- og kynningarefni og á eyjunni sjálfri. Bæta þarf við göngustígum og viðhalda betur þeim sem fyrir eru þannig að aðgengi, náttúruvernd og öryggi ferðamanna sé betur tryggt. Þá er hafnarbakkinn ekki talinn öruggur ferjufarþegum.

Íbúar telja nauðsynlegt að halda áfram tilraunaborunum eftir heitu vatni í Grímsey, heitt vatn sé forsenda fyrir þróun heilsársferðaþjónustu, þróun búsetu og atvinnu í eyjunni.

Lítið hótel myndi svara eftirspurn eftir gistirými með hærra þjónustustigi auk þess sem grípa þarf til aðgerða hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri til að leysa þann húsnæðisskort sem nú þegar er til staðar, bæði fyrir fólk sem vill búa í Grímsey og fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum.

Þegar litið er til svara ferðamanna kemur í ljós að þeir eru oftast mjög ánægðir með dvölina en kalla eftir auknu aðgengi að salernum, endurvinnsluílátum og drykkjarvatni auk þess að hafa betri aðgang að upplýsingum um náttúru eyjunnar og hvernig beri að haga sér til að trufla ekki fuglalífið.

Fólki með fasta búsetu hefur fækkað í Grímsey og kemur fram í skýrslunni að samfélagið þar eigi undir högg að sækja m.a. vegna breytinga á sjávarútvegskerfinu. Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að Akureyrarbær, sem Grímsey heyrir undir, móti með íbúunum, skýra framtíðarsýn og stefnu í ferðamálum. Þeirri stefnu þurfi að fylgja tímasett aðgerðaáætlun til lengri tíma m.a. um uppbyggingu innviða, stýringu ferðamanna til Grímseyjar og um eyjuna, þ.e. með því að dreifa álagi og breikka ferðamannatímann og lengja dvöl þeirra sem hana sækja, þannig að þeir skilji meira eftir sig í samfélaginu. Tími aðgerða sé að styttast því margt bendi til þess að tímabundinn fjöldi ferðamanna á háannatíma nálgist þolmörk samfélags og náttúru Grímseyjar.

Markmið og tilgangur rannsóknarinnar var að safna gögnum til markvissrar uppbyggingar Grímseyjar sem áfangastaðar ferðamanna og skoða eðli og áhrif ferðamennsku í Grímsey m.t.t. ferðamennsku í landi og tilkomu skemmtiferðaskipa.

Skýrslan var unnin af Ásu Mörtu Sveinsdóttur sérfræðingi hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og Laufeyju Haraldsdóttur lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og nefnist Áfangastaðurinn Grímsey: núverandi staða og framtíðarsýn. Frumkvæðissjóður Glæðum Grímsey, Nýsköpunarsjóður námsmanna og Vísindasjóður HA styrktu verkefnið.

rmf@rmf.is  holar@holar.is

https://www.holar.is/static/files/Ferdamaladeild/Utgefid/afangastadurinn-grimsey-nuverandi-stada-og-framtidarsyn-juni-2023.pdf


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389