Fara í efni  

Fréttir

Hagvöxtur landshluta 2007-2011

Hagvöxtur landshluta 2007-2011
Ferðafólk á Ísafirði að sumarlagi

Skýrsla um Hagvöxt landshluta er nú gefin út í sjötta sinn og að þessu sinni er fjallað um árin 2007-2011. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Sigurði Árnasyni og Snorra Birni Sigurðssyni á Þróunarsviði Byggðastofnunar.

Á árunum  2007 til 2011 varð samdráttur í framleiðsla á þrem svæðum á Íslandi. Þ.e. á  Austurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Þar kallast á við það að á þessum svæðum var hagvöxtur mestur á þensluárunum fram til 2007. Kárahnjúkavirkjun og smíði álvers í Reyðarfirði eru meginástæða vaxtar og samdráttar á Austurlandi, vöxtur og fall bankanna er helsta skýring á breytingu á framleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, en hin mikla sveifla sem orðið hefur í efnahagsumsvifum á Suðurnesjum er meira rannsóknarefni. Í öðrum landshlutum breyttist framleiðsla lítið á tímabilinu.

Mest hjaðnaði framleiðsla á Austurlandi frá 2007 til 2011, eða um rúman fimmtung (sjá mynd 1). Það er afleiðing verkloka við Kárahnjúka og við byggingu álvers á Reyðafirði. Næst mest minnkaði framleiðsla á Suðurnesjum á þessum árum, eða um 13%. Það skýrist að stórum hluta af samdrætti í byggingarstarfsemi. Þriðji mesti samdrátturinn varð í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar. Þar skrapp framleiðsla saman um 8% frá 2007 til 2011. Samdrátt á höfuðborgarsvæðinu má skýra að hálfu leyti með falli bankanna en einnig með miklum samdrætti í byggingaframkvæmdum.

Nanari upplýsingar gefa Sigurður Árnason og Snorri Björn Sigurðsson í síma 455 5400

Skýrslan Hagvöxtur landshluta 2007-2011


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389