Fara í efni  

Fréttir

Helstu breytingar á mannfjölda 1. desember 2007 og 1. desember 2008

Hagstofa Íslands hefur birt yfirlit yfir mannfjölda á landinu þann 1. desember 2008. Markverðast er að fólki fjölgaði í öllum landshlutum utan Austurlands og þau miklu áhrif sem erlendir ríkisborgarar hafa á fólksfjöldaþróun í einstökum sveitarfélögum og landssvæðum.


Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 1,7%. Mesta fjölgunin varð á Akranesi um 285 manns eða 4,5%. Veruleg fækkun varð hins vegar í Hvalfjarðarsveit þar sem fækkaði um 42 íbúa eða 6,2%. Þá fækkun má að langmestu leiti rekja til brottflutnings erlendra ríkisborgara. Í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi fjölgaði lítillega utan Skorradalshrepps. Erlendum ríkisborgurum á Vesturlandi fjölgaði um 217 á árinu á meðan íslenskum fjölgaði um 51.

Á Vestfjörðum fjölgaði um 65 eða 0,9% og er það í fyrsta skipti síðan 1981 sem að fólki fjölgar í fjórðungnum. Mest fjölgun varð á Bolungarvík, 58 (6,4%), Reykhólahreppi um 13 (4,9%) og Tálknafirði um 12 (4,1%). Mesta fækkunin varð í Vesturbyggð, 19 (2,1%) og í Strandabyggð 10 (2,0%).  Af einstökum þéttbýlisstöðum fjölgaði mest á Ísafirði, um 40 manns en mesta fækkunin varð hins vegar á Þingeyri 33 og Flateyri 28. Erlendum ríkisborgunum fjölgaði um 139 á Vestfjörðum á sama tíma og íslenskum ríkisborgurum fækkaði um 74.

Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 36 eða 0,5% og er það í fyrsta skipti frá árinu 1993 sem að fjölgun verður á Norðurlandi vestra. Íbúum fjölgaði um 50 í Sveitarfélaginu Skagafirði (1,2%), 13 í Akrahreppi (6,4%) og 13 á Blönduósi (1,5%). Nokkur fækkun varð í öðrum sveitarfélögum á svæðinu, mest í Húnavatnshreppi um 25 (5,5%).  Á Norðurlandi vestra fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 69, á meðan íslenskum ríkisborgurum fækkaði um 33.

Á Norðurlandi eystra fjölgaði um 263 eða 0,9%. Meginhluti þeirrar fjölgunar er til komin vegna fjölgunar á Akureyri, en þar fjölgaði um 269 (1,6%). Allnokkur fjölgun varð einnig í nágrannasveitarfélögum Akureyrar, Eyjafjarðarsveit 31 (3,1%) og Svalbarðsstrandarhreppi 11 (2,9%). Einnig fjölgaði umtalsvert í Langanesbyggð, um 32 (6,7%) og Norðurþingi um 28 (0,9%). Mest fækkun varð í Fjallabyggð, um 59 (2,7%) sem skiptist þannig að á Ólafsfirði fækkaði um 34 (3,9%) og Siglufirði 25 (1,9%). Einnig varð veruleg fækkun í Grýtubakkahreppi 19 (5,3%) og í Skútustaðahreppi 15 (3,7%). Um tvo þriðju fjölgunar á Norðurlandi eystra má rekja til fjölgunar á erlendum ríkisborgurum.

Á Austurlandi fækkaði íbúum um 1.019 á milli ára. Þá fækkun má að langmestu leiti rekja til fækkunar erlendra ríkisborgara sem unnið hafa við stórframkvæmdir á Austurlandi undanfarin ár, en erlendum ríkisborgurum fækkaði um 1.022 á árinu. Langmesta fækkunin varð í Fljótsdalshreppi um 223 (60,9%), Fljótsdalshéraði 366 (9,0%) og Fjarðabyggð 375 (7,3%) en í þessum sveitarfélögum hafa áhrif framkvæmdanna verið mest. Í Fljótsdalshreppi og Fljótsdalshéraði varð fækkun erlendra ríkisborgara svipuð og heildarfækkun íbúa. Í Fjarðarbyggð hins vegar varð fækkun erlendra ríkisborgara hins vegar 463 á meðan það varð fjölgun á íslenskum ríkisborgurum um 88. Þá er það athyglisvert að á sama tíma fjölgar fólki á Egilsstöðum um 35 (1,6%), á Neskaupstað um 27 (1,9%) og á Fáskrúðsfirði um 23 (3,4%). Veruleg fækkun varð í Vopnafjarðarhreppi um 27 (3,9%) og í Breiðdalshreppi 21 (9,6%).

Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 698 eða tæp 3%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögum nema Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fækkaði um 19 (3,6%) og í Mýrdalshreppi þar sem fækkaði um einn. Mest fjölgunin varð í Sveitarfélaginu Árborg, um 363 (4,8%). Langmestur hluti fjölgunarinnar er á Selfossi eða 320. Þá fjölgaði um 72 (3,7%) í Sveitarfélaginu Ölfusi, um 65 (17,2%) í Grímsnes- og Grafningshreppi, um 63 (4,1%) í Rangárþingi ytra, um 50 (1,2%)  í Vestmannaeyjum, um 42 (1,9%) í Hveragerði og 21 (1,2%) í Rangárþingi eystra. Annars staðar fjölgaði minna. Rúmlega helming fjölgunar á Suðurlandi má rekja til fjölgunar erlendra ríkisborgara á svæðinu.

Á Suðurnesjum fjölgaði fólki hlutfallslega mest á árinu eða um 5,6% sem gerir 1.149 manns. Mest fjölgun varð í Reykjanesbæ 952 (7,2%). Hún skiptist á Vallarheiðina 627 íbúar en íbúafjöldi þar tvöfaldaðist á árinu og á Njarðvík 332. Í Sveitarfélaginu Garði fjölgaði um 91 (6,3%), í Grindavíkurbæ um 89 (3,2%) og í Sandgerði um 27 (1,6%). Lítilsháttar fækkun varð í Sveitarfélaginu Vogum. Um 30% fjölgunar á Suðurnesjum má rekja til fjölgunar á erlendum ríkisborgurum.

Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 5.424 (2,8%). Fjölgun varð í öllum sveitarfélögum nema á Seltjarnarnesi þar sem að fækkaði lítillega á milli ára. Í Reykjavík fjölgaði um 2.127 (1,8%), í Kópavogi um 1.396 (4,9%), í Hafnarfirði um 998 (4,0%), í Garðabæ um 445 (4,5%), í Mosfellsbæ um 322 (4,0%), í Sveitarfélaginu Álftanesi um 149 (6,3%) og í Kjósarhreppi um 5 (2,6%). Rúmlega 60% af fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu má rekja til fjölgunar erlendra ríkisborgara, en tæplega 40% til fjölgunar íslenskra ríkisborgara. Í Reykjavík fækkaði íslenskum ríkisborgurum um 222 á meðan erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 2.349.

Sjá nánar frétt á vef  Hagstofunnar og meðfylgjandi töflu um breytingu á íbúafjölda.


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389