Fréttir
Stöðugildum kvenna fjölgar en karla fækkar
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Miðað er við hvar störfin eru unnin, en ekki búsetu starfsfólks.
Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda við áramót 2020/2021 og eru þær birtar í skýrslunni Hvar eru ríkisstörfin 31.12.2020? Auk skýrslunnar er komið út mælaborð þar sem hægt er að skoða fjölda stöðugilda eftir landshlutum, sveitarfélögum og málaflokkum ráðuneyta frá árinu 2014.
Helstu niðurstöður
Stöðugildin voru 25.232 þann 31. desember 2020, þar af voru 16.143 (64%) skipuð af konum og 9.090 (36%) af körlum. Á árinu 2020 fjölgaði stöðugildum um 362 á landsvísu eða 1,5%. Mest fjölgun stöðugilda var hjá Hrafnistu, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Vinnumálastofnun en mest fækkun hjá ISAVIA og tengdum félögum, Háskóla Íslands, Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Íslandspósti.
Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru unnin á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta.
Stöðugildi á vegum ríkisins samsvara 11,4% af fjölda íbúa höfuðborgarsvæðisins á vinnualdri (15-64 ára) og 11,0% af íbúum Norðurlands vestra, þar sem hlutfallið er næst hæst. Á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum samsvara stöðugildi á vegum ríkisins um 10% af íbúafjölda á vinnualdri. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurnesjum 6,2% og næst lægst á Suðurland 7,3%.
Stöðugildum kvenna fjölgaði um 436 (2,8%) árið 2020 en stöðugildum karla fækkaði um 74 (0,8%). Fækkun stöðugilda karla má fyrst og fremst rekja til fækkunar hjá félögum tengdum ISAVIA. Skýring á fjölgun stöðugilda kvenna tengist fyrst og fremst fjölgun á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og dvalarheimilum sem koma eflaust að miklu leyti til vegna áhrifa COVID-19. Auk þess var nokkur fjölgun stöðugilda kvenna hjá Vinnumálastofnun.
Mest fækkun stöðugilda var í Reykjanesbæ (28 – helst vegna ISAVIA), í Bláskógabyggð (22 – helst vegna Þjóðgarðsins á Þingvöllum) og í Akraneskaupstað (12 – helst vegna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands). Mest fjölgun stöðugilda varð í Reykjavík (216 – helst vegna Landspítala, heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vinnumálastofnunar) og í Hafnarfjarðarkaupstað (186 – helst vegna flutninga aðalstöðva Hafrannsóknarstofnunar).
Flest stöðugildi á vegum ríkisins heyra undir málaflokka tveggja ráðuneyta: Flest stöðugildi, eða 43% eru vegna málaflokka heilbrigðisráðuneytisins. Þeirra á meðal eru um fjögur þúsund stöðugildi vegna Landspítalans og mikill fjöldi starfa hjá heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og dvalarheimilum. Næst flest stöðugildi eru vegna málaflokka mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að mynda störf hjá háskólum, framhaldsskólum og menningarstofnunum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember