Fara í efni  

Fréttir

Hvert er stjórnsýslulegt og faglegt bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum?

Hvert er stjórnsýslulegt og faglegt bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum?
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

Ásdís Hlökk Thedórsdóttir aðjunkt og doktorsnemi við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar, kynnti niðurstöður könnunar sem er hluti þverfræðilegrar rannsóknar sem hún vinnur að sem PhD verkefni í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideid HÍ, á ársfundi Byggðastofnunar í Bolungarvík í síðustu viku. Ásdís Hlökk fékk í fyrra styrk úr Byggðarannsóknarsjóði til að vinna að þessari rannsókn.

Í könnuninni var m.a. spurt um starfsumhverfi skipulagsstarfsfólks sveitarfélaga, áherslur sveitarfélaga í skipulagsmálum, þekkingu og færni í skipulagsmálum, áhrif ólíkra hópa á skipulagsmál sveitarfélaga og einnig þrýsting ólíkra aðila á skipulagsmál sveitarfélaga.

Fámenn stjórnsýsla og mikil starfsmannavelta benda til þess að takmarkað stjórnsýslulegt bolmagn sé hjá meirihluta íslenskra sveitarfélaga. Starfsreynsla sveitarstjóra og skipulagsstarfsfólks sveitarfélaga og árafjöldi sveitarstjórnarfólks í nefndarsetu er í meirihluta tilfella innan við fimm ár. Reynsla sjálfstætt starfandi skipulagsráðgjafa er hins vegar í meirihluta tilfella lengri en 14 ár. Fram kom einnig að talsverður munur er á menntunarstigi kjörinna fulltrúa og skipulagsstarfsfólks sveitarfélaganna og skipulagsráðgjafa sem sinna ráðgjöf til sveitarfélaga. Þá kemur fram að margir í hópi skipulagsstarfsfólks og skipulagsráðgjafa segjast  þekkja dæmi um að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga.

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki við stefnumótun í skipulagsmálum og framkvæmd þeirra. Skipulagsgerð og ákvarðanataka í skipulagsmálum er pólitísk stefnumótun og ákvarðanataka sem krefst vandaðs faglegs undirbúnings og fjölbreyttrar þekkingar og hæfni.

 

Byggðarannsóknarsjóður var settur á laggirnar 2014 og hefur verið veitt úr honum 41 styrkur, tíu ár í röð, alls tæpar 90 milljónir. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Byggðastofnun fer með umsýslu sjóðsins.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389