Fara efni  

Frttir

bafundur 7. oktber Kirkjubjarklaustri

bafundur 7. oktber  Kirkjubjarklaustri
Kirkjubjarklaustur

Mánudagskvöldið 7. október næstkomandi, kl. 20 er boðið til íbúafundar í Kirkjuhvoli.  Fundurinn er sá fyrsti af þremur sem tengist verkefninu „Skaftárhreppur til framtíðar“ á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og Háskólans á Akureyri.

Á íbúafundinum næstkomandi mánudag fer fram kynning á þessu byggðaþróunarverkefni, sem er hluti af stærra verkefni á vegum Byggðastofnunar í fjórum „brothættum byggðum.“  Sagt verður frá helstu verkefnum hjá Skaftárhreppi, Kötlu Geopark, Friði og frumkröftum, Búnaðarsambandi Suðurlands og Fræðsluneti, símenntun á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands.  Einnig verður sagt frá íbúaþinginu, en umsjón með því og öðrum íbúafundum er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Ildi.

Í verkefninu „Brothættar byggðir“ er lögð áhersla á samtal íbúa í byggðum sem búa við erfiða stöðu, um hvað þarf til að efla byggð og ekki síður, hvað samfélagið sjálft getur gert.  Verkefnið hófst á Raufarhöfn síðastliðinn vetur og nú hafa Skaftárhreppur, Bíldudalur og Breiðdalshreppur bæst í hópinn.

Fundurinn er undirbúningur fyrir tveggja daga íbúaþing sem haldið verður helgina 19. – 20. október.  Því verður síðan fylgt eftir með íbúafundi innan þriggja mánaða eftir þingið.

Það er von þeirra sem standa að fundinum næstkomandi mánudag, að íbúar Skaftárhrepps fjölmenni. 


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389