Fara í efni  

Fréttir

Íbúafundur Betri Bakkafjarðar – fyrirmyndaraðstaða í nýrri samfélagsmiðstöð

Íbúafundur Betri Bakkafjarðar – fyrirmyndaraðstaða í nýrri samfélagsmiðstöð
frá fundinum

Síðasti íbúafundurinn í verkefninu Betri Bakkafirði með aðkomu Byggðastofnunar var haldinn í Skólahúsinu á Bakkafirði þriðjudaginn 6. maí s.l. Bakkafjörður heilsaði íbúum og öðrum fundargestum með einstaklega fallegu veðri og útsýni. Ekki spillti fyrir að unnið var að gerð gangbrauta í þorpinu en íbúar hafa kallað eftir slíkum lagfæringum.

Fundurinn var fremur fámennur í þetta skiptið en á honum gerði fulltrúi Byggðastofnunar í verkefnisstjórn grein fyrir helstu viðfangsefnum og stöðu markmiða í verkefnisáætlun, sjá hér. Einnig fór hann yfir niðurstöður könnunar meðal íbúa sem lögð var fyrir í lok árs 2024. Í framhaldi af þessum kynningum urðu hreinskiptnar umræður um verkefnið, kosti þess og galla. Kynningu með niðurstöðum könnunarinnar má sjá hér.

Samfélagsfulltrúi Langanesbyggðar á Bakkafirði

Nýráðinn samfélagsfulltrúi Langanesbyggðar á Bakkafirði, Svanhildur Arnmundsdóttir, gerði grein fyrir starfinu og framtíðarsýn sinni fyrir hönd Bakkafjarðar. Segja má með sanni að Svanhildur hafi séð fjölmörg tækifæri fyrir Bakkfirðinga að styrkja sitt samfélag.

Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Langanesbyggðar, stjórnaði fundinum og kom einnig inn á nýja starfið og sýn sveitarstjórnar á það hvernig Svanhildi gefst tækifæri til að móta það sem best til farsældar fyrir samfélagið á Bakkafirði.

Nýinnréttuð samfélagsmiðstöð Bakkfirðinga

Fundurinn var brotinn upp með ljúffengri kjötsúpu í boði Langanesbyggðar og var hún borin fram í nýinnréttaðri samfélagsmiðstöð Langanesbyggðar í skólahúsinu. Verkefnið um uppbyggingu rýmisins hafði hlotið stuðning úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar en mestu munaði þó 12,5 m.kr. styrkur úr sjóði Byggðaáætlunar (aðgerð C.1, Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða) á árinu 2024. Samfélagsmiðstöðin er vistleg og aðlaðandi og vonandi nýtist hún sem allra best þeim sem vilja búa og starfa í byggðarlaginu um skemmri eða lengri tíma.

Heimsókn í Bergholt

Að afloknum fundi gafst fulltrúum Byggðastofnunar og SSNE tækifæri til að sjá uppbyggingu í Bergholti, einu elsta húsi Bakkafjarðar, sem Áki Guðmundsson er að endurbyggja sem fyrsta flokks gisti- og vinnurými fyrir gesti. Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með þróun þess verkefnis en það var einmitt eitt fjölmargra frumkvöðlaverkefna sem hlaut stuðning úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar á verkefnistímanum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni. Myndasmiðir voru Kristján Þ. Halldórsson og Sigríður Elín Þórðardóttir hjá Byggðastofnun.

Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Langanesbyggðar, setur íbúafundinn

Sigríður Elín Þórðardóttir flytur ávarp fyrir hönd Byggðastofnunar

Svanhildur Arnmundsdóttir, nýr samfélagsfulltrúi Langanesbyggðar á Bakkafirði, ávarpar fundargesti

Nýinnréttuð samfélagsmiðstöð í skólahúsnæðinu

Bergholt endurbyggt

Framkvæmdir á Bakkafirði

Kristján fulltrúi Byggðastofnunar og Hildur fulltrúi SSNE


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389