Fréttir
Íbúafundur í DalaAuði á döfinni
Árlegur íbúafundur verður haldinn í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði miðvikudaginn 8. okt. nk. kl. 17:30 í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal. Nú eru liðin tæp fjögur ár frá því að verkefnið hóf göngu sína í samstarfi íbúa Dalabyggðar, sveitarfélagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar.
Mikil gróska í Dalabyggð
Verkefnistíminn hefur einkennst af mikilli grósku, frumkvæði og samheldni íbúa. Fjölmörg spennandi frumkvæðisverkefni hafa farið af stað í byggðarlaginu sem stuðlað hafa að eflingu byggðarlagsins á mörgum sviðum. Unnið hefur verið ötullega að þeim markmiðum sem íbúar settu í upphafi verkefnis og finna má í verkefnisáætlun, sem uppfærð hefur verið árlega. Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hefur staðið í brúnni og stýrt verkefninu af myndugleika og hefur verið í miklu samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins. Samvinnan hefur verið til fyrirmyndar og skilað góðum árangri í að efla samfélagið á marga vegu.
Málefni íbúafundar
Á íbúafundinum verður farið yfir stöðuna og þann árangur sem hefur náðst fram til þessa. Dr. Vífill Karlsson verður gestur fundarins og mun varpa ljósi á áhrif DalaAuðs. Annar fulltrúa íbúa í verkefnisstjórn, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, mun einnig ávarpa fundinn. Þá munu styrkþegar stíga á stokk og greina frá frumkvæðisverkefnum og framvindu þeirra. Líkt og áður gefst íbúum kostur á að ræða saman í umræðuhópum um stöðu verkefnisáætlunar og leggja til breytingar eftir atvikum.
Vænst er góðrar þátttöku
Íbúar Dalabyggðar og velunnarar eru hvattir til góðrar mætingar og þátttöku á fundinum. Þar munu gefast tækifæri til að hafa áhrif á áherslur verkefnisins á árinu 2026 en samkvæmt samningimun Byggðastofnun draga sig í hlé úr verkefninu í lok næsta árs. Áætlað er að íbúafundinum ljúki um kl. 19:30.
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember