Fara í efni  

Fréttir

Íbúafundur í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar

Íbúafundur í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
Íbúafundur í Öll vötn til Dýrafjarðar

Íbúafundur var haldinn miðvikudaginn 15. júní sl. í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fámennt en góðmennt var á fundinum. Arna Lára Jónsdóttir formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Því næst flutti Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, ávarp. Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir fulltrúar Brothættra byggða hjá Byggðastofnun kynntu niðurstöður rýnihópaviðtala sem tekin voru við fimm hópa íbúa á Þingeyri og við Dýrafjörð í lok síðasta árs. Agnes Arnardóttir, verkefnisstjóri ÖvD, fór yfir stöðu styrktra verkefna sem hlutu styrk á árinu 2022 og yfir stöðu verkefnisins ÖvD með hliðsjón af starfsmarkmiðum. Tveir styrkhafar þessa árs kynntu verkefni sín fyrir fundargestum. Kaffiveitingar voru í umsjón kvenfélagskvenna og runnu nýsteiktar vöfflur ljúflega niður með kaffinu. Eftir kaffihlé var fundargestum skipt í hópa þar sem við tóku umræður um ýmis málefni sem snerta framfaramál í byggðarlaginu. Það er engan bilbug að finna á íbúum á Þingeyri og við Dýrafjörð á síðasta ári verkefnisins og auðsýnt að kraftur, dugur og bjartsýni ríkir meðal þeirra. Þann kraft þarf að virkja áfram byggðarlagingu til farsældar.

Hér má sjá myndir frá íbúafundinum.

Myndirnar tók Kristján Þ. Halldórsson.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389