Fara í efni  

Fréttir

Íbúaþing á Borgarfirði eystri 10.-11. febrúar

Helgina 10. – 11. febrúar er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum á Borgarfirði eystri boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar í svokölluðum brothættum byggðum, en umsókn Borgarfjarðarhrepps um þátttöku í verkefninu var samþykkt í ágúst síðastliðnum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Borgarfirði, sveitarfélagsins, SSA, Austurbrúar og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn.

Íbúaþingið er haldið til að vera verkefnisstjórninni veganesti fyrir byggðaþróunarverkefni á Borgarfirði eystri, sem standa mun í allt að fjögur ár og eru skilaboð og áherslur íbúa þungamiðja vinnunnar.

Þingið stendur í tvo daga og er ekki fyrirfram mótuð dagskrá, heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum, sem síðan eru rædd í smærri hópum. Aðferðin kallast Opið rými, eða Open Space á ensku, á sér rúmlega 30 ára sögu og hefur gefist vel á íbúaþingum sem þessum. Umsjón með íbúaþinginu hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI.

Dagskráin stendur frá kl. 11 – 16 á laugardeginum 10. febrúar og frá kl. 11 – 15, sunnudaginn 11. febrúar. Að þingi loknu er boðið upp á kaffiveitingar og meðan á þinginu stendur verður séð til þess að allir hafi nóg að bíta og brenna. Ekki er nauðsynlegt að vera alla helgina, heldur er hægt að taka þátt í skemmri tíma.

Nú eru íbúar og aðrir sem tengjast Borgarfirði eystri og bera hag byggðarlagsins fyrir brjósti, hvattir til að velta fyrir sé umræðuefnum og fjölmenna til íbúaþings í febrúar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389