Fara í efni  

Fréttir

Íbúaţing á Borgarfirđi eystri 10.-11. febrúar

Helgina 10. – 11. febrúar er íbúum, fjarbúum og öđrum hagsmunaađilum á Borgarfirđi eystri bođiđ til íbúaţings. Ţingiđ markar upphaf ađ samtali viđ íbúa í verkefni Byggđastofnunar í svokölluđum brothćttum byggđum, en umsókn Borgarfjarđarhrepps um ţátttöku í verkefninu var samţykkt í ágúst síđastliđnum. Verkefniđ er samstarfsverkefni íbúa á Borgarfirđi, sveitarfélagsins, SSA, Austurbrúar og Byggđastofnunar. Fulltrúar ţessara ađila skipa verkefnisstjórn.

Íbúaţingiđ er haldiđ til ađ vera verkefnisstjórninni veganesti fyrir byggđaţróunarverkefni á Borgarfirđi eystri, sem standa mun í allt ađ fjögur ár og eru skilabođ og áherslur íbúa ţungamiđja vinnunnar.

Ţingiđ stendur í tvo daga og er ekki fyrirfram mótuđ dagskrá, heldur geta allir viđstaddir stungiđ upp á umrćđuefnum, sem síđan eru rćdd í smćrri hópum. Ađferđin kallast Opiđ rými, eđa Open Space á ensku, á sér rúmlega 30 ára sögu og hefur gefist vel á íbúaţingum sem ţessum. Umsjón međ íbúaţinginu hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI.

Dagskráin stendur frá kl. 11 – 16 á laugardeginum 10. febrúar og frá kl. 11 – 15, sunnudaginn 11. febrúar. Ađ ţingi loknu er bođiđ upp á kaffiveitingar og međan á ţinginu stendur verđur séđ til ţess ađ allir hafi nóg ađ bíta og brenna. Ekki er nauđsynlegt ađ vera alla helgina, heldur er hćgt ađ taka ţátt í skemmri tíma.

Nú eru íbúar og ađrir sem tengjast Borgarfirđi eystri og bera hag byggđarlagsins fyrir brjósti, hvattir til ađ velta fyrir sé umrćđuefnum og fjölmenna til íbúaţings í febrúar.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389