Fréttir
Íbúaþing á vegum Brothættra byggða í Kaldrananeshreppi
Íbúaþing verður haldið í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi dagana 4. og 5. október nk. Undanfarið hefur verkefnisstjórn nýs þátttökubyggðarlags í Brothættum byggðum í Kaldrananeshreppi undirbúið íbúaþingið sem standa mun yfir frá kl. 11:00-16:00 á laugardeginum og frá kl. 11:00-15:00 á sunnudeginum. Boðið verður upp á létta hádegisverði báða dagana sem þingið stendur yfir. Við þinglok verður boðið upp á veislukaffi. Sigurborg Kr. Hannesdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu Ildi mun stýra íbúaþinginu nú sem endranær en Kaldrananeshreppur er sextánda byggðarlagið sem hefur þátttöku í byggðaþróunarverkefni undir merkjum Brothættra byggða. Henni til aðstoðar verða Valgeir Jens verkefnisstjóri, fulltrúar verkefnisstjórnar og starfsfólk Byggðastofnunar.
Vænst er góðrar mætingar og þátttöku
Vonir standa til að íbúar á öllum aldri og velunnarar Kaldrananeshrepps fjölmenni á íbúaþingið og taki virkan þátt strax frá upphafi í verkefninu. Segja má að íbúaþingið marki upphaf verkefnisins þar sem íbúar koma saman, ræða hagsmunamál byggðarlagsins og móta áherslur og forgangsröðun þeirra í verkefninu. Á þinginu er notuð svokölluð “opið rými” aðferðafræði þar sem engin fyrirfram mótuð dagskrá er, fyrir utan upphaf þings og endi. Í kjölfar íbúaþingsins verður verkefnisáætlun mótuð á grunni skilaboða íbúaþingsins. Á íbúaþinginu gefst einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mótun verkefnisins í Kaldrananeshreppi en samningur um verkefnið nær til loka árs 2030.
Styrkir til frumkvæðisverkefna
Þegar verkefnisáætlun hefur verið gefin út kemst verkefnið í framkvæmdaáfanga og þá verður opnað fyrir umsóknir um styrki til hvers kyns frumkvæðisverkefna. Gera má ráð fyrir að fyrstu styrkjunum úr Frumkvæðissjóðnum verði ráðstafað í upphafi nýs árs 2026.
Mikilvægi samstarfs
Byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir í Kaldrananeshreppi byggir á öflugu samstarfi íbúa, sveitarfélags, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar. Með samstilltu átaki þessara aðila er vonast til að samfélagið í Kaldrananeshreppi blómstri og eflist á næstu misserum.
Verkefnisstjórn hvetur íbúa til virkrar þátttöku, það stefnir í áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt íbúaþing í Samkomuhúsinu Baldri um næstu helgi!
Hér má skoða fésbókarsíðu verkefnisins.
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember