Fara í efni  

Fréttir

Íbúaþing í Árneshreppi – samgöngubætur er brýnasta málið

Íbúaþing í Árneshreppi – samgöngubætur er brýnasta málið
Frá íbúaþinginu

Samantekt um skilaboð íbúaþings í Árneshreppi, sem haldið var í júní, liggur nú fyrir. Íbúaþingið var haldið af Árneshreppi, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun vegna alvarlegrar stöðu byggðarinnar.

Í samantektinni má sjá hvaða málefni íbúar Árneshrepps telja brýnust til að hægt verði að standa vörð um heilsársbúsetu í sveitarfélaginu. Bættar samgöngur skoruðu hæst í stigagjöf íbúanna varðandi mikilvægustu málaflokka og margt af því sem brýnt þykir að bæta er á forræði hins opinbera. Því er kallað eftir afgerandi viðbrögðum stjórnvalda, enda er viðfangsefnið íbúum á þessu fámenna svæði ofviða. 

Næsta skref verður væntanlega í ágúst þegar Byggðastofnun tekur ákvörðun um hvort Árneshreppur verði þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir, en hreppurinn hefur sent stofnuninni umsókn um þátttöku.

Samantektina frá íbúaþinginu má finna hér


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389