Fara í efni  

Fréttir

Íbúaţróun uppfćrđ

Gagnagrunnur Byggðastofnunar um íbúaþróun hefur verið uppfærður með tölum frá 1. desember 2010. Hægt er að skoða á myndrænan hátt íbúaþróun áranna 1997-2010 eftir kyni og aldri í skráðum sveitarfélögum 1. desember 2010, einnig er hægt að skoða ákveðin landsvæði.


Íbúum hefur undanfarin ár fækkað á landsbyggðinni og fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, þó hefur fjölgað í einstaka sveitarfélögum einkum þeim sem eru nær höfuðborgarsvæðinu. Það er meðal hlutverka Byggðastofnunar að fylgjast með þessari þróun, enda ein forsenda vinnu varðandi gerð áætlana um þróun og styrkingu byggða á Íslandi. Sveitarfélög hafa sameinast til að valda betur verkefnum sínum og bæta þjónustu við íbúana og hefur þeim fækkað um 2/3, úr 229 árið 1950 í 76 sveitarfélög 1. desember 2010.

Upplýsingar um íbúaþróun eru fengnar af vef Hagstofu Íslands.

Með því að smella hér er farið inn á gagnagrunninn.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389