Fara í efni  

Fréttir

Íslenskir þátttakendur í sjö af 22 brúarverkefnum Norðurslóðaáætlunarinnar

Alls bárust 25 umsóknir í brúarkalli Norðurslóðáætlunarinnar (e. NPA) sem lokaði 8. október 2021, þar af níu með íslenskum þátttakendum og þar af einum leiðandi (e. lead partner). Á fundi stjórnar áætlunarinnar (e. monitoring committee) þann 8. des. sl. voru 22 þessara verkefna samþykkt, þar af sjö með íslenskum þátttakendum og m.a. eitt þar sem íslenskur aðili er leiðandi. Kallið er það síðasta sem fjármagnað er af áætluninni 2014-2020 og er ætlað til þess að undirbúa aðalverkefni til þátttöku í áætluninni 2021-2027. Eins og nafnið bendir til er hugsunin sú að undirbúningsverkefnin byggi brú á milli áherslna eldri á ætlunarinnar og þeirra megin viðfangsefna sem skilgreind eru í nýju áætluninni. 

Þau verkefni sem samþykkt voru skiptast þannig niður á áherslusvið áætlunarinnar 2014-2020:

Áherslusvið 1 – Nýsköpun 9 verkefni, þar af 3 með íslenskri þátttöku
Áherslusvið 2 – Frumkvöðlastarfsemi 8 verkefni, þar af 3 með íslenskri þátttöku
Áherslusvið 3 – Orkunýting 2 verkefni
Áherslusvið 4 – Náttúru- og menningararfleifð     3 verkefni, þar af 1 með íslenskri þátttöku


Heildar verkefniskostnaður þeirra verkefna sem íslenskir aðilar taka þátt í er um 650 þús. evrur og nemur heildarstyrkur til þeirra rúmum 400 þús. evrum en þar af eru um 110 þús. evrur af framlagi Íslands til áætlunarinnar.

Eftirtalin verkefni eru með íslenskum þátttakendum:

HIVE - Heritage in Virtual Environments er samstarfsverkefni íslenskra, norður-írskra, skoskra og írskra aðila. Íslenski aðilinn er Gunnarsstofnun sem leiðir verkefnið. Aðrir þátttakendur eru Ulster University á Norður-Írlandi, St. Andrews University í Skotlandi og Mayo County Council á Írlandi. Verkefnið byggir á fyrri verkefnum, styrktum af áætluninni,  sem snúa að stafvæðingu miðlunar menningararfs, bæði á söfnum en einnig í snjalltækjum. Markmiðið er að mynda samstarfsnet aðila af öllu NPA svæðinu til að nýta sem best tækifæri stafvæðingarinnar til miðlunar menningararfsins. Greindir verða kostir og gallar mismunandi tækniútfærslna í þeim tilgangi að móta vegvísi varðandi notkun þeirra lausna sem til eru og þróun nýrra. Heildarkostnaður verkefnisins er 121.500 evrur og styrkurinn sem það hlaut 77.456 evrur.

Tourism360 - A Circular Tourism Approach in Arctic Destinations er samstarfsverkefni skoskra, finnskra og íslenskra aðila. Íslensku aðilarnir eru Rannsóknarsetur HÍ á Hornafirði og Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Skoski aðilinn er University of the Highlands and Islands sem leiðir verkefnið og finnski aðilinn er Karelia University of Applies Sciences. Markmið verkefnisins er að kanna möguleika og stuðning við sjálfbært viðskiptamódel fyrir ferðaþjónustu á norðurslóðum sem styðji við náttúruvernd um leið og ávinningur samfélaganna er aukinn. Í stað „massatúrisma“ verði þróað viðskiptamódel sem samhæfi það sem samfélögin vilja sýna ferðamönnum og næst kemst væntingum sem þeir hafa. Heildarkostnaður verkefnisins er 96.063 evrur og styrkurinn sem það hlaut 60.142 evrur.

SUB - Sustainable Arctic and Peripheral Biking Tourism er samstarfsverkefni finnska, skoskra, íslenskra, norður-írskra og færeyskra aðila. Íslenski aðilinn er Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Finnski aðilinn er Samtök sveitarfélaga í austur Lapplandi sem leiðir verkefnið, sá skoski er Highlands and Islands Transport Partnership, sá norður-írski er The Rural Area Partnership in Derry og sá færeyski er Visit Torshavn. Verkefnið snýst um að efla hjólreiðaferðamennsku sem mikilvægan  hluta sjálfbærrar heilsárs ferðaþjónustu og þróa stafræna tækni sem fellur að þessari ört vaxandi afþreyingu. Með fýsileikakönnun og fleiri rannsóknum ásamt samtali við ferðaþjónustuaðila verða megin þemu aðalumsóknar skilgreind ásamt því að setja saman endanlegan verkefnishóp. Heildarkostnaður verkefnisins er 125.645 evrur og styrkurinn sem það hlaut 80.500 evrur.

ArCorD - Arctic Low Carbon Concrete with outstanding Sustainability and Durable Properties er samstarfsverkefni norskra, sænskra, finnskar og íslenskra aðila. Íslenski aðilinn er Háskólinn í Reykjavík. Norski aðilinn sem leiðir verkefnið er The Arctic University of Norway, sá sænski Luleå University of Technology og sá finnski Univesity of Oulu. Verkefnið snýst um að finna og rannsaka staðbundin íblöndunarefni í steinsteypu sem komi í stað sements og draga þannig verulega úr kolefnisfótspori steypunnar. Megin áskorunin liggur í hitasveiflum  á norðlægum slóðum þar sem skiptast á frost og þýða sem valda sérstöku álagi umfram það sem er á heitari svæðum. Brúarverkefnið snýst fyrst og fremst um það að skilgreina hagsmunaaðila, þróa verkaskiptingu verkefnisaðilanna og nánari útfærslu aðalverkefnisins. Heildarkostnaður verkefnisins er 58.508 evrur og styrkurinn sem það hlaut 35.027 evrur. 

GLOW - Sustainable Green energy technoLogy solutions for tOurism groWth er samstarfsverkefni norður-írskra, írskra, finnskra og íslenskra aðila. Íslenski aðilinn er  Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Sá norður-írski er Ulster Uninversity sem leiðir verkefnið, sá írski The Gaeltach Authority og finnski Karelia University og Applied Sciences. Verkefnið er að hanna grænt viðskiptamódel þar sem unnið verðum með litlum og meðalstórum fyrirtækjum í að nýta sér myrkrið sem auðlind í vetrarferðamennsku. Nýta á gagntekningartækni (e. immersive technology) bæði til miðlunar á fyrirbærum næturhiminsins og einnig í markaðssetningu og stækka þannig markaðssvæði fyrirtækjanna. Heildarkostnaður verkefnisins er 81.834 evrur og styrkurinn sem það hlaut 52.192 evrur.

Living on the Edge- Transformative strategies for coastal ecosystem management er samstarfsverkefni norskra, írskra og íslenskra aðila. Íslenski aðilinn er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Norsku aðilarnir eru, Museum Nord sem stýrir verkefninu og The Arctic University of Norway og sá írski er Trinity College í Dublin. Um er að ræða þverfaglegt rannsóknarverkefni í samstarfi rannsóknarstofnana, háskóla, safna, menningarstofnana og sjávarbyggða á Norðurslóðum, þar sem sjónum verður beint að samspili náttúrufarsbreytinga og athafna mannsins í gegnum tíðina. Þannig verði varpað víðara ljósi á þetta samspil en ef einungis eru rannsökuð náttúrufræðileg gögn, sem getur haft áhrif á framtíðarstefnumótun. Heildarkostnaður verkefnisins er 100.490 evrur og styrkurinn sem það hlaut 56.245 evrur.

HubMent- Smart Mentoring Platform Capability for Regional Hubs er samstarfsverkefni írskra og íslenskra aðila. Íslensku aðilarnir eru Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Matís. Írsku aðilarnir eru Western Development Commission  sem leiðir verkefnið og SCCUL Enterprises CLG. Verkefnið byggir á BizMentors verkefninu sem hlaut styrk úr áætluninni 2018 og felst í því að þróa áfram netlægt samskiptatorg frumkvöðla og leiðbeinenda (e.mentors), á sviði rekstrar, nýsköpunar og atvinnuþróunar en einnig á sviði samfélagsþjónustu og þróunar. Heildarkostnaður verkefnisins er 67.053 evrur og styrkurinn sem það hlaut 40.575 evrur.      

Frétt um úthlutunina og frekari upplýsingar um verkefnin má nálgast á heimasíðu áætlunarinnar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389