Fara efni  

Frttir

Kalla eftir upplsingum um flutningskostna fyrirtkja landsbygginni

Í byrjun febrúar var kynnt í ríkisstjórn skýrsla nefndar um flutningskostnað. Ríkisstjórnin fól Byggðastofnun að meta umfang flutningagreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar vegna og að meta hver styrkþörfin gæti verið.

Í byrjun febrúar var kynnt í ríkisstjórn skýrsla nefndar um flutningskostnað. Ríkisstjórnin fól Byggðastofnun að meta umfang flutningagreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar vegna og að meta hver styrkþörfin gæti verið.

Byggðastofnun hefur unnið að málinu síðan þá og safnað upplýsingum um flutningamagn og kostnað sem til greina gæti komið að styrkja. Hefur fyrirtækjum verið sent bréf ásamt eyðublaði til útfyllingar vegna kostnaðar og magns á árinu 2002. Þess var farið á leit að umbeðnum upplýsingum yrði skilað fyrir 11. apríl síðastliðinn.

Margir aðilar hafa skilað umbeðnum upplýsingum nú þegar og aðrir óskað eftir fresti fram yfir páska. Enn eru þó nokkrir sem eiga eftir að skila og eru þeir hér með hvattir til að gera það svo fljótt sem unnt er svo að þær upplýsingar sem unnið verður með séu sem réttastar. Hægt er að nálgast eyðublað til útfyllingar á umbeðnum upplýsingum undir valhnappi á forsíðu heimasíðu Byggðastofnunar.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389