Fréttir
Konur gára vatnið - lokaráðstefna
Þann 11. maí sl. var lokaráðstefna haldin í verkefninu Women Making Waves eða Konur gára vatnið í Hofi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Evrópsku menntaáætluninni, Erasmus+. Byggðastofnun er aðili að verkefninu ásamt Jafnréttisstofu sem stýrir verkefninu og samstarfsaðilum í Englandi, Grikklandi og á Spáni. Verkefnið hefur staðið yfir í tæp þrjú ár og snýr að valdeflingu kvenna í víðum skilningi. Sjónum hefur einkum verið beint að konum sem búa við tvíþætta mismunun.
Ráðstefnuna setti Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Katrín varpaði ljósi á stöðu kvenna á vinnumarkaði og þær áskoranir sem konur hafa staðið frammi fyrir í sögulegu samhengi. Hjalti Ómar Ágústsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, kynnti því næst verkefnið Konur gára vatnið. Markmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að hvetja til umræðu um kynjamisrétti á vinnumarkaði og hins vegar að þróa námsefni sem miðar að því að valdefla konur svo þær séu betur í stakk búnar til þess að taka sér stöðu á vinnumarkaði. Erlendu samstarfsaðilarnir, Raquel Ortega Martínez frá Spáni og Dominika Tkacova frá Englandi kynntu námsefnið sem til varð í verkefninu, námskeið í fimm hlutum og Hæfnihringi (Leader circles). Erindi þeirra beggja voru flutt með rafrænum hætti þar sem þær áttu ekki heimangengt vegna aðstæðna vegna COVID-19. Anna Koronioti frá Grikklandi kynnti því næst námsvef verkefnisins þar sem allt námsefnið er vistað auk náms- og kennsluleiðbeininga.
Eftir kaffihlé stýrði Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, umræðum um konur í leiðtogastöðum. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, hélt erindi sem hún nefndi “Veganesti leiðtogans – uppáhalds molarnir”. Í erindinu varpaði hún ljósi á vegferð sína á vinnumarkaði og gaf góð ráð til kvenna sem hyggja á framgang í starfi. Í lok ráðstefnu tók til máls Helga Harðardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem kynnti stefnumótunarskjal fyrir hagaðila sem hyggjast nýta sér afurðir verkefnisins. Allar afurðir verkefnisins, náms- og kennsluefni, náms- og kennsluleiðbeiningar, námsvefur og stefnumótunarskjal verða áhugasömum til afnota innan skamms, öllum að kostnaðarlausu. Unnið er að uppfærslu og lokum á uppsetningu á vef, skjalavistun og fleiru en ráðgert er að þeirri vinnu verði lokið í júlí.
Áhugasömum er bent á heimasíðu verkefnisins https://womenmakingwaves.eu/
Hér má sjá myndir frá ráðstefnunni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember