Fara efni  

Frttir

Kynning Evrputlunum

Þann 14. janúar sl. stóðu umsjónarstofnanir samstarfsáætlana ESB, sem Ísland er aðili að, fyrir kynningu á Háskólatorgi í Reykjavík. Kynntar voru um 20 áætlanir sem veita styrki til samstarfsverkefna á ýmsum sviðum samfélagsins.

Byggðastofnun kynnti tvær evrópskar áætlanir, Norðurslóðaáætlunina, NPP, og ESPON, áætlun um svæða- og byggðarannsóknir. Að auki kynnti Byggðastofnun NORA, vestnorræna samstarfið og fjárstuðning sem þangað má sækja. Tengla fyrir þessar áætlanir má finna hér á heimasíðu Byggðastofnunar.

Góð aðsókn var á kynninguna og greinilegt að mikill áhugi er fyrir þessum áætlunum og vöktu margar heimsóknir sprotafyrirtækja sérstaka athygli þeirra þriggja starfsmanna Byggðastofnunar sem kynntu ofannefndar áætlanir. 

Á myndinni má sjá Sigríði Þorgrímsdóttur og Þórarinn Sólmundarson á kynningarsvæði Byggðastofnunar á Háskólatorginu.

Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389