Fara efni  

Frttir

Kynningarfundir um IPA-verkefnastyrki

Kynningarfundir um IPA-verkefnastyrki
Fr fundi Grand htel Reykjavk

Byggðastofnun, Rannís og Utanríkisráðuneytið hafa á undanförnum þremur dögum haldið þrjá kynningarfundi um IPA- verkefnastyrki. Fundirnir, sem voru öllum opnir, voru haldnir í Reykjavík, á Akureyri og í gær á Egilsstöðum. Til að koma til móts við þá sem ekki komust á fundina var fundurinn á Akureyri sendur út beint á netinu. Samtals sóttu fundina hátt í tvö hundruð manns.

Þau Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun, Lýður Skúli Erlendsson frá Rannís og Susanne M. Nielsen sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur í byggðaþróunarmálum ESB, voru fyrirlesarar á fundinum auk þess sem þau svöruðu fjölmörgum spurningum fundarmanna. Kynningar þeirra er hægt að sjá hér.

Markmið IPA-verkefnastyrkjanna er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst hefur verið eftir verkefnum á sviði Atvinnuþróunar og byggðamála annars vegar og velferðar- og vinnumarkaðsmála hins vegar. Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra.  Nánari upplýsingar um IPA-verkefnisstyrki er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar undir IPA.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389