Fara í efni  

Fréttir

Kynningarfundir um IPA-verkefnastyrki

Kynningarfundir um IPA-verkefnastyrki
Frá fundi á Grand hótel í Reykjavík

Byggðastofnun, Rannís og Utanríkisráðuneytið hafa á undanförnum þremur dögum haldið þrjá kynningarfundi um IPA- verkefnastyrki. Fundirnir, sem voru öllum opnir, voru haldnir í Reykjavík, á Akureyri og í gær á Egilsstöðum. Til að koma til móts við þá sem ekki komust á fundina var fundurinn á Akureyri sendur út beint á netinu. Samtals sóttu fundina hátt í tvö hundruð manns.

Þau Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun, Lýður Skúli Erlendsson frá Rannís og Susanne M. Nielsen sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur í byggðaþróunarmálum ESB, voru fyrirlesarar á fundinum auk þess sem þau svöruðu fjölmörgum spurningum fundarmanna. Kynningar þeirra er hægt að sjá hér.

Markmið IPA-verkefnastyrkjanna er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst hefur verið eftir verkefnum á sviði Atvinnuþróunar og byggðamála annars vegar og velferðar- og vinnumarkaðsmála hins vegar. Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra.  Nánari upplýsingar um IPA-verkefnisstyrki er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar undir IPA.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389