Fara í efni  

Fréttir

Landnámssetur Íslands hlaut Eyrarrósina 2009

Eyrarrósin 2009 kom í hlut Landnámssetur Íslands í Borgarnesi og veittu aðstandendur þess, þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttur, viðkenningunni móttöku við hátíðlega athöfn í gær á Bessastöðum. Fjölmennt var við athöfnina en auk veitingu viðurkenningarinnar, flutti Ólöf Arnalds eigin tónlist við  afar góðar undirtektir gesta.


Í umsögn valnefndar um Landnámssetrið segir:  Þrátt fyrir ungan aldur hefur Landnámssetur Íslands skipað sér traustan sess í menningarflóru landsins með áherslu á að kynna landnám Íslands og Íslendingasögurnar með nýstárlegum hætti. Hinu metnaðarfulla hlutverki þess að fræða, miðla og skemmta hefur verið afar vel tekið af innlendum sem og erlendum gestum. Það má ekki síst merkja af stöðugum straumi fólks af höfuðborgarsvæðinu og öllu landinu sem flykkist til að sjá rómaðar leik- og sögusýningar. Landnámssetur Íslands er mikil lyftistöng fyrir Borgarnes og nágrenni, iðandi af lífi og krafti og óhætt að fullyrða að það hafi auðgað menningarlífið á svæðinu.

Sjá nánar um fjölbreytta starfsemi og spennandi dagskrá Landnámsseturins á http://www.landnam.is/

Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1.5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti viðurkenninguna og hún er jafnframt verndari Eyrarrósarinnar.

Þrjú verkefnin voru tilnefnd og kynnt sérstaklega á Bessastöðum í gær. Hin verkefnin tvö eru Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundafirði og Skaftfell¸ miðstöð myndlistar á Austurlandi, Hlutu þau 200 þúsund króna fjárstyrk hvort og flugmiða frá Flugfélagi Íslands.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherraflutti ávarp við athöfnina. Hrefna Haraldsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar sagði einnig nokkur orð.

Ákveðið hefur verið að efna til áframhaldandi samstarfs um Eyrarrósina og hafa aðstandendur hennar; Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík þegar undirritað samning þess efnis til næstu þriggja ára.

Fyrstu Eyrarrósina, sem afhent var árið 2005, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; 2006 féll hún í skaut LungA, Listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. Eyrarrósina 2007 hlaut Strandagaldur á Hólmavík og í janúar á síðasta ári kom hún í hlut hinnar ísfirsku Rokkhátíðar alþýðunnar; Aldrei fór ég suður.

Eyrarrósin var stofnuð árið 2004 þegar Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands gerðu með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni til þriggja ára í tilraunaskyni. Afar vel hefur tekist til svo ákveðið var að endurnýja samstarfið á síðasta ári. Markmiðið með Eyrarrósinni er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir og söfn.

Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa.

Eyrarrósin er tákn fyrir blómlegt menningarlíf í dreifðari byggðum landins. Hún þykir fegurst  sumarblóma, ber litskrúðug blóm og er einkar harðgerð. Eyrarrósin er einnig þekkt  lækningajurt og segir  reynslan að hún sé bólgueyðandi og slái á hitasótt. Hún vex um mest allt land, einkum þó á malarkenndum áreyrum og meðfram ám.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389