Fara í efni  

Fréttir

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Sauðárkróki mánudaginn 22. ágúst sl. var í fyrsta sinn veitt viðurkenning með heitinu „Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“.   Hlaut Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli á Ströndum og núverandi menningarfulltrúa Vestfjarða Landstólpann árið 2011.

Nafnið Landstólpinn er fengið úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alþing hið nýja (1840), en í því er þetta erindi:

Traustir skulu hornsteinar
hárra sala.
Í kili skal kjörviður.
Bóndi er bústólpi –
bú er landstólpi –,
því skal hann virður vel.

Viðurkenningin er þó ekki bundin við landbúnað eða sveitir landsins, heldur er merking búsins í bændasamfélagi 19. aldar yfirfærð á nútímasamfélagið, sem byggir á mörgum stoðum og stólpum. Viðurkenningin er hvatning og einskonar bjartsýnisverðlaun, því hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni. Það er von okkar að slíkur viðburður gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni og af starfi stofnunarinnar.

Nokkur svipuð verkefni eru í gangi og sum hver hafa fastan sess, til dæmis nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Íslandsstofu, hvatningarverðlaun landshlutasamtaka eða atvinnuþróunarfélaga og Eyrarrósin sem Byggðastofnun stendur að ásamt Listahátíð og Flugfélagi Íslands. Sum þeirra einskorðast við ákveðin málaflokk eða þátttakendur. Samfélagsviðurkenningin er hins vegar þvert á málaflokka og opin öllum.

Viðurkenningin skal veitt einhverjum þeim sem hefur vakið jákvæða athygli á landsbyggðinni með verkefni, starfsemi, umfjöllun á opinberum vettvangi eða með öðru móti. Viðkomandi gæti bæði hafa vakið athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Um getur verið að ræða einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag.

Viðurkenningin er auglýst í blöðum og á heimasíðu stofnunarinnar og hver sem er getur komið með ábendingu. Dómnefnd velur síðan úr. Við valið var haft í huga hvort viðkomandi hafi:

  • gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði
  • aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu
  • orðið til þess að fleiri verkefni/ný starfsemi verði til
  • dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni

Sá sem viðurkenninguna hlýtur er afhentur listmunur hannaður af lista- eða handverksfólki á því svæði þar sem fundurinn er haldinn. Upphaflega átti að halda fundinn í Vestmannaeyjum sl. vor, en var frestað. Listmunurinn í ár er engu að síður hannaður af Vestmannaeyingi, glerlistakonunni Berglindi Kristjánsdóttur. Berglind rekur vinnustofu og Gallerí í Vestmannaeyjum og var valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2008.

Ábendingar bárust víðsvegar að af landinu og alls voru 43 aðilar tilnefndir og sumir fengu fleiri en eina tilnefningu. Niðurstaða dómnefndar varð sú að veita Jóni Jónssyni þjóðfræðingi á Kirkjubóli á Ströndum og núverandi menningarfulltrúa Vestfjarða Landstólpann árið 2011.

Að mati dómnefndar stendur Jón fremstur meðal þeirra fjölmörgu sem tilnefndir voru. Dómnefnd telur að hann hafi með störfum sínum undanfarin ár vakið athygli á heimabyggð sinni á Ströndum á jákvæðan hátt. Hann hefur verið frumkvöðull í uppbyggingu ferðaþjónustu og fræðastarfs á svæðinu. Má þar m.a. nefna Galdrasýninguna sem er eitt aðal aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heimsækja Strandir. Þá átti hann þátt í stofnun Þjóðfræðistofu á Hólmavík sem hefur dregið til sín fjölda fræðimanna og staðið fyrir málþingum. Að auki hefur Jón verið virkur í félagslífi á svæðinu. Þá hefur hann verið duglegur að vekja athygli á heimabyggð sinni, m.a. í fjölmiðlum, á vefnum og á málþingum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389