Fréttir
Laust starf bókara á rekstrarsviði
Byggðastofnun auglýsir laust til umsóknar starf bókara á rekstrarsviði stofnunarinnar. Um er að ræða 100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Bókari vinnur við daglega bókhaldsvinnu Byggðastofnunar. Bókari sér um að halda bókhald í samræmi við bókhaldsreglur og bókhaldslög, meta nákvæmni skjala og skráa m.t.t. greiðslna, kvittana o.þ.h. Bókari annast merkingu fylgiskjala, sér um skráningu gagna í bókhald stofnunarinnar og sér um uppfærslu og afstemmingu á þeim. Hann sér um skráningu og bókun innsendra reikninga á stofnunina í greiðslubókhald.
Bókari sér einnig um skráningu lánaskjala í lána- og tryggingakerfi og frum- og milliinnheimtu útlána. Bókari er í miklum samskiptum við aðalbókara, forstöðumenn og viðskiptavini.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður rekstrarsviðs
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka, forskráning og bókun innsendra reikninga í bókhaldskerfi og eftirfylgni með samþykkt þeirra
- Bókun sölureikninga, millifærslna og innborgana og afstemmingar bankareikninga o.fl.
- Skráning lánaskjala í lána og tryggingakerfi, frum- og milliinnheimta útlána
- Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini og forstöðumenn
- Samskipti við leigjendur fullnustueigna
- Símsvörun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun skilyrði
- Reynsla af bókhaldsstörfum, viðurkenndur bókari er kostur
- Þekking á BC365 eða sambærilegu bókhaldskerfi
- Mjög góð færni í Excel og Word, auk góðrar almennrar tölvuþekkingar
- Talnagleggni, skipulagshæfni, vandvirkni og nákvæmni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og sveigjanleiki
Launakjör eru samkvæmt samningum SSF.
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2023. Umsóknum skal skilað á umsóknarformi sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar, byggdastofnun.is Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Helgason, forstöðumaður rekstrarsviðs í síma 455-5400 eða í gegnum tölvupóstfangið magnus@byggdastofnun.is
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Starfið er staðsett á nýrri skrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki. Hjá stofnuninni starfa 25 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn sem sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði byggðamála.
Sauðárkrókur er höfuðstaður Skagafjarðar og einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar. Þar er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Í Skagafirði eru skólar á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Íbúar Sauðárkróks eru rúmlega 2.600 talsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember