Fréttir
Málþing í Hofi: Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga
Fimmtudaginn 12. febrúar nk. verður haldið málþing í Hofi á Akureyri undir yfirskriftinni:
Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga
Frá áskorunum til aðgerða: leiðarvísir, verkfæri og reynsla sveitarfélaga.
Málþingið er lokahnykkur í aðgerð C.10 í byggðaáætlun, Áhrif loftslagsbreytinga og sveitarfélög, sem Byggðastofnun hefur leitt í samstarfi við Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þar verður m.a. kynnt fyrsta útgáfa leiðarvísis fyrir sveitarfélög um mótun aðlögunaraðgerða sem byggður er á tilraunaverkefnum í fimm sveitarfélögum, auk nýrrar aðlögunaráætlunar Íslands, Loftslagsatlas Íslands og fleiri verkfæra og leiðbeininga sem styðja sveitarfélög í aðlögunarvinnu.
Á málþinginu verða jafnframt flutt erindi um náttúrumiðaðar lausnir, aðlögun í skipulagsgerð og reynslu sveitarfélaga af því að takast á við áskoranir tengdar áhrifum loftslagsbreytinga í nærumhverfinu. Í lokin verða pallborðsumræður þar sem tækifæri og hindranir sveitarfélaga innan aðlögunarmála verða til umræðu.
Málþingið er ætlað fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga, sem og öðrum sem koma að stefnumótun, skipulagi, innviðum og umhverfis- og loftslagsmálum, ásamt öllum öðrum áhugasömum.
Málþingið fer fram í Hofi á Akureyri og verður einnig í streymi.
Skráning fer fram hér, en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku hvort heldur sem er í staðfund eða í streymi: Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Viðburðinn má einnig finna á facebook.
Dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.
Fréttasafn
- 2026
- janúar
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember


