Fara í efni  

Fréttir

Margt á döfinni í Breiðdal

Margt á döfinni í Breiðdal
Frá íbúafundinum 15. nóvember

Breiðdælingar móta framtíðina - Margt á döfinni í Breiðdal

Bjartsýni og stórhugur einkenndi andrúmsloftið á íbúafundi í verkefninu „Breiðdælingar móta framtíðina“ sem haldinn var í grunnskólanum á Breiðdalsvík þriðjudagskvöldið 15. nóvember sl. Þangað mættu 25 íbúar ásamt verkefnisstjórninni.

Verkefnið Breiðdælingar móta framtíðina, sem er hluti verkefnis á vegum Byggðastofnunar sem nefnist „Brothættar byggðir“, hófst með íbúaþingi í nóvember 2013. Nokkrir íbúafundir hafa síðan verið haldnir til að kynna framgang verkefnisins, síðast fyrir u.þ.b. ári síðan.

Nú í haust varð að samkomulagi að Breiðdalshreppur taki að sér verkstjórnina með Hákon Hansson oddvita í fararbroddi, en Jónína Brynjólfsdóttir hjá Austurbrú verði til aðstoðar og ráðgjafar. Fyrsta verk er að ljúka vinnu við gerð stefnumótunar. Sú vinna er nú langt komin, en Hákon kynnti helstu drættina á íbúafundinum.

Á vegum verkefnisins hafa í tvígang verið veittir verkefnastyrkir til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna, alls 18 styrkir. Nokkur verkefnanna voru kynnt á fundinum og fram kom mikil ánægja og þakklæti styrkþega sem margir hverjir sögðu verkefni sín aldrei hefðu komið til án þessa styrks.

Sif Hauksdóttir sveitarstjóri opnaði formlega nýja heimasíðu sveitarfélagsins, en gerð hennar var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk. Hún hvatti íbúa til að nýta sér síðuna og senda inn ábendingar og efni og fréttir. Sif sagði einnig frá upplýsingamiðstöð, sem var rekin í sumar, en það verkefni hlaut styrk síðastliðið vor. Um 300 manns sóttu upplýsingar þangað þá tvo mánuði sem var opið. Sif hvatti til samstöðu um verkefnið, verði það rekið áfram. Loks sagði Sif frá menningarhátíðum árin 2015 og 2016, en verkefnið fékk styrk bæði árin. Hún telur þessar hátíðir hafa heppnast mjög vel og að íbúar hafi sýnt samhug og áhuga, en dagskrá hátíðanna var afar fjölbreytt.

Þær Guðný Harðardóttir og Gróa Jóhannsdóttir kynntu verkefnið Breiðdalsbita, beint frá býli sem hefur hlotið styrkt bæði árin. Þær stöllur fengu nýverið verðlaun fyrir viðskiptaáætlunina sína. Fyrstu framleiðsluvörurnar, fjallakæfa og sveitakæfa, fara væntanlega á markað eftir áramót. Sérstaðan er handverk, ekki fjöldaframleiðsla. Ingólfur Finnsson sagði því næst frá ferðaþjónustuverkefni með ævintýraferðum um hálendið og  hafa verið farnar kynningarferðir með blaðamenn og kynningarefni unnið og fór styrkurinn í gerð þess. Umfjöllun um ferðirnar í erlendum tímaritum hefur verið mjög jákvæð.

Tveir styrkþegar sem kynna áttu verkefni sín voru fjarverandi. Hákon Hansson kynnti því verkefni um brugghús og Breiðdalssetur. Breiðdalssetur hefur í tvígang fengið styrk, annars vegar til að afrita kvikmyndir sem George Walker tók á sínum tíma, alls 8 klukkustunda efni. Búið er að gera myndband með völdu efni úr þessum myndum. Í ár fékk setrið styrk til að gera göngukort af Breiðdal.

Hákon sagði einnig frá verkefni um rafræna leiðsögn, sem fengið hefur verkefnisstyrk og frá verkefninu „Flygilvinir“, sem fékk styrk til kaupa á flygli sem er staðsettur í salnum í frystihúsinu. Haldnir hafa verið tvennir tónleikar og salurinn reynist vel. Flygilvinir stefna að því að halda tónleika reglulega.

Að loknu kaffihléi var fundargestum skipt í tvo hópa og rætt um tvö af fjórum meginmarkmiðum þessa verkefnis. Ábendingar voru margvíslegar og mun verða tekið tillit til þeirra eftir því sem kostur er í lokagerð verkefnisáætlunar.

Í verkefnisstjórn sitja nú: Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, Signý Ormarsdóttir, Austurbrú, Björg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSA, Sif Hauksdóttir og Helga H. Melsteð f.h. íbúa og loks Kristján Þ. Halldórsson og Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389