Fara efni  

Frttir

Nes Listamist Skagastrnd

Nes Listamist  Skagastrnd
Magns B. Jnsson, sveitarstjri Skagastrnd og Aalsteinn orsteinsson, forstjri Byggastofnunar forgrunni vi undirritun samnings
Fimmtudaginn 6. mars síðast liðinn var á Skagaströnd haldinn stofnfundur Nes Listamiðstöðvar ehf.

Fimmtudaginn 6. mars síðast liðinn var á Skagaströnd haldinn stofnfundur Nes Listamiðstöðvar ehf.  Stofnendur eru Sveitarfélagið Skagaströnd og Byggðastofnun.  Heildarhlutafé félagsins verður 12 mkr.  Byggðastofnun leggur 5 mkr. til félagsins í formi fasteignarinnar Fjörubrautar 8 á Skagaströnd, en þar var áður rekin fiskvinnsla.  Þar verður nú rekin listamiðstöð með vinnustofum listamanna, sýningarhaldi og kynningu á menningu og listum í samstarfi við innlenda og erlenda listamenn til lengri og skemmri tíma.  Lögð verður áhersla á samvinnu við starfandi félög listamanna og menntastofnanna í landinu, og er mikill áhugi á þeim vettvangi fyrir verkefninu.  Byrjað verður á að ráða starfsmann sem hefur það hlutverk að koma listamiðstöðinni á fót og reka hana.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389