Fara í efni  

Fréttir

NORA auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki

Verkefnastykir frá Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) haust 2017

NORA auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki með umsóknarfrest til og með mánudagsins 2. október 2017.

Umsækjendum er bent á lágmarkskröfu NORA um að tvö aðildarlönd séu þátttakendur í samstarfsverkefnum sem hljóta styrki. Það eru þessi lönd: Grænland, Ísland, Færeyjar og strandhéruð Noregs. Hámarksstyrkur NORA eru 500 þúsund danskar krónur á ári að hámarki í þrjú ár.

Umsóknir skulu taka mið af áherslusviðum í skipulagsáætlun NORA 2017-2020, sem eru þessi:

  • Skapandi greinar
  • Græn orka
  • Lífhagkerfi
  • Sjálfbær ferðaþjónusta
  • Fjarskipta- og upplýsingatækni
  • Velferðarþjónusta
  • Öryggismál á hafinu

Yfirlýst markmið skipulagsáætlunarinnar 2017-2020 er að auka aðdráttarafl Norður Atlants- og heimskautssvæðanna. NORA leggur sérstaka áherslu á tvö svið þar sem markmiðin eru annars vegar að auka fjölbreytni í atvinnulífi með nýskapandi lausnum og hins vegar að efla sjálfbæra þróun í samfélögum svæðisins.

Nánar má fræðast um skipulagsáætlun 2017-2020 á heimasíðu NORA, www.nora.fo.

Umsóknareyðublaðið er að finna að heimasíðu NORA. Það skal útfyllast og sendast til aðalskrifstofu NORA á rafrænu formi á netfangið noraprojekt@nora.fo.

Á heimasíðu NORA má einnig finna leiðbeiningar um umsóknarferilinn undir valtakkanum „Leiðbeiningar um verkefnastyrki“. Umsækjendum er einnig velkomið að hafa samband við tengilið NORA til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.

Byggðastofnun er landskrifstofa NORA á Íslandi og tengiliður er Sigríður K. Þorgrímsdóttir, s. 8697203 og netfang sigga@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389