Fara í efni  

Fréttir

NORA: mat á þátttöku Íslands 2017 - 2020

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um þátttöku Íslands í Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) fyrir tímabil núverandi samstarfsáætlunar 2017 – 2020.

Áhugasamir geta nálgast skýrsluna hér

Í skýrslunni leggur landstengiliður NORA á Íslandi, sem jafnframt er starfsmaður Byggðastofnunar, mat á þátttöku Íslands á vettvangi Norræna Atlantssamstarfið (NORA) á árunum 2017 - 2020. 

Heildarframlag til NORA á tímabilinu eru 35,5 milljónir danskar krónur. Framlagið skiptist þannig að um 80% kemur frá Norrænu ráðherranefndinni þar sem NORA er partur af MR-NER hluta ráðherranefndarinnar og um 20% er bein framlög þátttökulandanna. Framlög þátttökulandanna eru misjöfn en Noregur leggur til 41%, Ísland 29%, Færeyjar 15% og Grænland 15%. Beint framlag Íslands til NORA samstarfsins á tímabilinu er um 2 milljónir danskar krónur. 

Íslendingar hafa verið duglegir að sækja í sjóðinn og hafa flest styrkt verkefni íslenska þátttakendur ásamt því að þónokkur eru leidd af íslenskum aðilum og hefur þeim verkefnum fjölgað undanfarin ár. NORA hefur á tímabilinu styrkt 42 verkefni sem stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða með auknu samstarfi á milli Íslands, Færeyja, Grænlands og norður- og vesturhluta Noregs og af þeim hafa Íslendingar tekið þátt í 34 verkefnum og leitt 10 þeirra. Þau verkefni sem Ísland hefur leitt hlutu samtals 2,8 milljónir danskra króna í styrk

Landstengiliður NORA á Íslandi er Eva Pandora Baldursdóttir en er hún farin í fæðingarorlof nú eftir útgáfu skýrslunnar. Sigríður K. Þorgrímsdóttir tekur við sem landstengiliður í fjarveru Evu Pandoru.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389