Fara í efni  

Fréttir

NORA: Næsti umsóknarfrestur er 13. mars

NORA: Næsti umsóknarfrestur er 13. mars
Merki NORA

Norræna Atlantshafssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu og veitir verkefnastyrki tvisvar á ári. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 13. mars 2017.

NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum, en aðildarlönd eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs.

Umsóknir skulu taka mið af skipulagsáætlun NORA 2017-2020 og taka til eftirfarandi þátta:

  • Skapandi greinar. Þar er átt við verkefni sem byggja á hugviti, hæfileikum og sköpunarkrafti og eru atvinnuskapandi.
  • Græn orka. Grænar lausnir í orkumálum til lands og sjávar.
  • Líf-hagkerfi (bioøkonomi). Nýsköpun og þróun sem snertir fullnýtingu afurða og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
  • Sjálfbær ferðaþjónusta. Stuðli að fjölbreytni í viðkvæmu hagkerfi og að sjálfbærni.
  • Upplýsingatækni. Mikilvægt mál til að sigrast á fjarlægðum.
  • Velferðarþjónusta. Samstarf á svæðinu til að auka þjónustu í dreifðum byggðum.
  • Öryggi á hafinu. Aukin skipaumferð um Norður-Atlantshaf kallar á ný úrlausnarefni.

Yfirlýst markmið í stefnumörkun áranna 2017-2020 er að stuðla að því að Norður-Atlantshafssvæðið og heimskautssvæðið verði aðlaðandi til búsetu. NORA leggur sérstaka áherslu á annars vegar fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á nýsköpun og hins vegar sjálfbæra þróun í samfélögum svæðisins.

Fræðast má nánar um skipulagsáætlun NORA 2017-2020 á heimasíðunni, www.nora.fo

Á heimasíðu NORA er að finna leiðbeiningar um umsóknarferilinn undir valtakkanum „Guide til projektstøtte“. Umsóknareyðublaðið er einnig að finna á heimasíðu NORA og senda á umsóknina rafrænt til NORA á netfangið noraprojekt@nora.fo .

Nánari upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengilið NORA á Íslandi sem er: Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, s. 455 5400 og netfang sigga@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389