Fara efni  

Frttir

NORA-rstefna um ferajnustu tengda skemmtiferaskipum (cruise tourism) Norur-Atlantssvinu

Nú stendur yfir skráning til þátttöku á ráðstefnu á vegum Norrænu Atlantsnefndarinnar, NORA. Nú stendur yfir skráning til þátttöku á ráðstefnu á vegum Norrænu Atlantsnefndarinnar, NORA. Á ráðstefnunni verður fjallað um ferðaþjónustu sem tengist skemmtiferðaskipum. Hægt er að skrá þátttöku á netfangið nora@nora.fo Þessar upplýsingar þurfa að koma fram:NafnFyrirtæki eða stofnunLand Ráðstefnan verður haldin í Norður-Atlantshúsinu (Nordatlantens Brygge) í Kaupmannahöfn, fimmtudaginn 14. febrúar 2008 og stendur í einn dag. Umfjöllunarefni eru m.a.: ferðamaðurinn á skemmtiferðaskipum í nútíð og framtíð, stefnur og straumar í ferðaþjónustu tengdri skemmtiferðaskipum, gildi svæðasamvinnu og tækifæri fyrir atvinnulíf í heimabyggð sem slík ferðamennska skapar. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu NORA, http://www.nora.fo/ Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 29. janúar 2008. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Ekkert þátttökugjald.

Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389