Fara í efni  

Fréttir

Nora styrkir sex verkefni

Ársfundur NORA var haldinn á Suður-Grænlandi í byrjun júní. Á fundinum var meðal annars ákveðið að styrkja sex samstarfsverkefni og nemur styrkfjárhæðin 2,6 milljónum danskra króna.

Verkefnin sem hlutu styrk voru eftirfarandi:

  • Þang á Norður-Atlantshafssvæðinu. Framhaldsverkefni til þriggja ára. Það snýst meðal annars um ræktun þörunga og kortlagningu á möguleikum til nýtingar. Íslenskur þátttakandi er Nordic Kelp ehf.
  • Samstarfsnet um sjálfbærar fiskveiðar. Stofna á samstarfsnet um sjálfbærar fiskveiðar og útvega á fiskveiðiskírteini (ISF) sem er vottun veiðarfæra og fiskistofna. Íslenskur þátttakandi er Icelandic Sustainable Fisheries (ISF).
  • Sjálfbært eldsneyti fyrir flugið. Gera á fýsileikakönnun varðandi umhverfisvænt eldsneyti fyrir flug. Íslenskur þátttakandi er Austurbrú.
  • NABAN – viðskiptaenglar. Framhaldsverkefni sem snýst um að fá virka fjárfesta fyrir frumkvöðla. Íslenskur þátttakandi er Navigo/Nordic Ignite
  • Víkingar – samstarfsnet og ungt fólk. Stilla saman strengi þriggja landa varðandi menningararfinn og ungt fólk, tengt ferðaþjónustu. Ungt fólk verður ráðið til starfa á söfnunum á Borg á Lofoten, Glaumbæ í Skagafirði og KLCT í Skotlandi. Íslenskur þátttakandi er Byggðasafn Skagfirðinga.
  • Náttúra heimskautssvæðisins og ungt fólk. Framhaldsverkefni sem snýst um umhverfisfræðslu fyrir ungt fólk. Háskólinn á Hólum leiðir.

Næsti umsóknarfrestur NORA er mánudagurinn 3.október.

Hægt er að kynna sér nánar hvernig á að sækja um styrki í gegnum heimasíðu NORA, https://nora.fo/verkefna?_l=is og umsóknareyðublaðið opnar væntanlega í ágúst.

Nánari upplýsingar fást hjá tengilið NORA á Íslandi, sem er Sigríður K. Þorgrímsdóttir hjá Byggðastofnun, netfang sigga@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389