Fréttir
NORA styrkir tólf verkefni í seinni úthlutun ársins 2025
Á haustfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var 27. nóvember 2025 í Kaupmannahöfn, var samþykkt að styrkja tólf samstarfsverkefni í seinni úthlutun ársins 2025. Íslendingar taka þátt í tíu af þeim tólf verkefnum sem hljóta styrk og leiða fjögur verkefnanna. Heildarupphæð styrkjanna er tæplega 3 milljónir danskra króna. Líkt og við fyrri úthlutun ársins þá er helmingur styrkveitinga til framhaldsverkefna eða sex af tólf. Alls bárust 22 umsóknir að þessu sinni.
Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:
- Biobaseret innovation. Styrkur: 300.000 DKK.
- Landbrugssamarbejde. Styrkur: 250.000 DKK.
- Havkajakturisme. Styrkur: 400.000 DKK.
- Green Education for Empowering Communities. Styrkur: 300.000 DKK.
- ICE Arctic Youth Community. Styrkur: 400.000 DKK.
- HEIA! Lokalsamfunnsutvikling. Styrkur 200.000 DKK.
- Arctic Young Chef. Styrkur 500.000 DKK.
- Lokal forsyningssikkerhed. Styrkur 250.000 DKK.
- Love it to Death. Styrkur: 95.000 DKK.
- Mapping Northern Futures. Styrkur 190.000 DKK.
- Arvinnov. Styrkur 40.000 DKK.
- Stedbaseret kraft. Styrkur: 60.000 DKK.
Hér má sjá nánari upplýsingar um styrkt verkefni og íslensku þátttakendurna
Á árinu 2025 bárust samtals 49 umsóknir um verkefnastyrki til NORA. Úthlutað var til 10 verkefna í fyrri úthlutun ársins og nú til 12 verkefna í seinni úthlutun. Alls fengu því 22 verkefni styrkveitingu árið 2025. Þar af er íslensk þátttaka í 19 verkefnum eða í 86% verkefnanna.
Næsti umsóknarfrestur verður 2. mars 2026. Upplýsingar um hvernig á að sækja um styrk til NORA má nálgast hér: Leiðbeiningar um styrkumsóknir. Einnig verður hægt að sækja sér fræðslu á kynningu í fjarfundi sem boðið verður upp á í febrúar og verður nánar auglýst á heimasíðu Byggðastofnunar og á síðu NORA, www.nora.fo
Hanna Dóra Björnsdóttir, tengiliður NORA, veitir upplýsingar og ráðgjöf, netfang: hannadora@byggdastofnun.is og sími 455 5454.
Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu Ráðherranefndarinnar. Starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs (níu norskra strandfylka frá Finnmörku í norðri til Rogalands í suðri svo og Svalbarða). Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

