Fara í efni  

Fréttir

NORA úthlutar styrkjum

  Á ársfundi Norrænu Atlantsnefndarinnar, NORA, á Lofoten dagana 4.-6. júní s.l. voru veittir verkefnastyrkir að upphæð um 35 milljónir íslenskra króna og er það fyrrri styrkjaúthlutun árið 2007. Íslendingar eru þátttakendur í 17 verkefnum af 23 sem hljóta styrk. Síðari umsóknarfrestur þessa árs verður auglýstur með haustinu. 

NORA veitir 35 milljónum króna í styrki til nýrra samstarfsverkefna á Norður-Atlantssvæðinu

Á ársfundi Norrænu Atlantsnefndarinnar, NORA, á Lofoten dagana 4.-6. júní s.l. voru veittir verkefnastyrkir að upphæð um 35 milljónir íslenskra króna og er það fyrrri styrkjaúthlutun árið 2007. Ákveðið var að styrkja 23 verkefni á sviði auðlinda sjávar, ferðaþjónustu, upplýsingatækni og uppbyggingu í fámennum strandhéruðum. Síðari umsóknarfrestur þessa árs verður auglýstur með haustinu.

Þátttakendur í verkefnunum eru frá níu löndum, þótt meirihluti þeirra sé frá NORA-löndunum. Flest verkefna eru á sviði auðlinda sjávar eða 10 talsins.

Íslendingar eru þátttakendur í 17 verkefnum af 23, þar af eru fjögur verkefni sem fá framhaldsstyrk. Átta af þessum 17 verkefnum eru á sviði auðlinda sjávar, fimm snerta strandsamfélög, þrjú eru innan ferðaþjónustu og eitt í upplýsingatækni.

Með styrkveitingunum vill NORA leggja sitt af mörkum til þróunar samstarfs í atvinnulífi á Norður-Atlantssvæðinu. Það er gert með því að styrkja þróunarverkefni, efla samstarf og þekkingaryfirfærslu innan ferðaþjónustu, auðlinda sjávar, samgangna, þróunar atvinnulífs og samfélags.

Frekari upplýsingar fást hjá skrifstofu NORA

Jákup Sørensen, +298 353 111 eða 21 29 59   jakup@nora.fo

 

Ný verkefni með íslenskri þátttöku:

Náttúruverndarsvæði og nýsköpun, Háskóli Íslands, Höfn í Hornafirði

Sjálfbær sauðfjárrækt, Landbúnaðarháskólinn

Konur og strandsamfélög, Háskóli Íslands

Bátasmíði, varðveisla handverks, Síldarminjasafnið á Siglufirði

Æðardúnn, sjálfbær nýting, Bændasamtökin

Nýting hráefnis í þorskeldi, Matís og Gunnvör hf.

Rafræn aflaskráning, Hafrannsóknastofnun

Rannsókn á grálúðu, Stjörnu-Oddi

Sameldi fiskitegunda, Fiskey ehf.

Rafræn skráning í flutningi hráefnis, Leiðir ehf.

Ferðaþjónusta og dýralíf, Selasetrið á Hvammstanga

Sögulegir þingstaðir, Þingvellir

Kajakkinn og sagan, Vesturfarasetrið

 

Framhaldsstyrkur, verkefni með íslenskri þátttöku:

Markaður fyrir hrognkelsi, Landssamband smábátaeigenda

Þorskeldisgildrur, Vopnfiskur ehf., Háskóli Íslands, Vestmannaeyjum

Tilraunaverkefni um saltfiskvinnslu, Þorbjörn Fiskanes, Vísir hf., Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389