Fara efni  

Frttir

NORA veitir 28,3 milljnum krna styrki til nrra samstarfsverkefna Norur-Atlantssvinu

Í byrjun desember veitti Norræna Atlantsnefndin (NORA) verkefnastyrki að upphæð 28,3 milljónir íslenskra króna og er það síðari styrkjaúthlutun árið 2006. Þau 10 verkefni sem hljóta styrki eru  á sviði auðlinda sjávar, ferðaþjónustu, orkumála og samgöngumála.

19.12.2006

NORA veitir 28,3 milljónum króna í styrki til nýrra samstarfsverkefna á Norður-Atlantssvæðinu

Í byrjun desember veitti Norræna Atlantsnefndin (NORA) verkefnastyrki að upphæð 28,3 milljónir íslenskra króna og er það síðari styrkjaúthlutun árið 2006. Þau 10 verkefni sem hljóta styrki eru  á sviði auðlinda sjávar, ferðaþjónustu, orkumála og samgöngumála.

Fimm verkefni á sviði auðlinda sjávar fengi styrki. Eitt þeirra er rannsókn á þeim skaða sem verður á humri af völdum sjúkdóma. Annað er rannsókn á möguleikum á veiðum beitukóngs á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Þá er verkefni um náttúrulega vinnslu á efni sem gæti nýst til fóðurframleiðslu til fiskeldis og samstarfsverkefni um nýsköpunarsetur í sjávarútvegi og verkefni um selasetur.

Í ferðaþjónustu hlutu tvö verkefni styrk, annars vegar útgáfa handbókar um náttúrutengda ferðaþjónustu fyrir Norður-Atlantssvæðið og verkefni sem byggir á sögum og ævintýrum.

Styrkt eru tvö samstarfsverkefni um sjálfbæra orkunýtingu, annars vegar verkefni um nýtingu vetnis og hins vegar verkefni um nýtingu vindorku til upphitunar.

Tíunda verkefnið sem hlýtur styrk er hönnun á ómannaðri flugvél sem getur leyst flutningsvandamál á Norður-Atlantssvæðinu, t.d. Grænlandi.

Þátttakendur í þessum 10 verkefnum dreifast þannig um NORA-svæðið:

7 verkefni eru frá Færeyjum, 6 frá Íslandi og Noregi hvoru um sig og 5 frá Grænlandi. Auk þess taka Danmörk og Kanada þátt í 3 verkefnum.

Með styrkveitingunum vill NORA leggja sitt af mörkum til þróunar samstarfs í atvinnulífi á Norður-Atlantssvæðinu. Það er gert með því að styrkja þróunarverkefni, efla samstarf og þekkingaryfirfærslu innan ferðaþjónustu, auðlinda sjávar, samgangna, þróunar atvinnulífs og samfélags.

 

 

Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389