Fara í efni  

Fréttir

NORA webinar 10. febrúar, rafrænar kynningar fyrir umsækjendur um verkefnastyrki

Í tengslum við komandi umsóknarlotu stendur NORA fyrir tveimur rafrænum kynningarfundum um verkefnastyrki. Báðir fundirnir fara fram þriðjudaginn 10. febrúar 2026, annar þeirra á skandinavísku og hinn á ensku. Fundirnir eru hugsaðir fyrir áhugasama og mögulega umsækjendur um styrki.

Á fundunum er veitt fræðsla um NORA styrkina og gefnar leiðbeiningar um hvernig standa á að gerð umsóknar. Það verður veitt gott svigrúm til að spyrja spurninga. Ef þú hefur hugmynd að verkefni og þekkir einhvern í öðru NORA landi sem gæti verið samstarfsaðili, þá gæti fundurinn verið vettvangur til að heyra um fjármögnunarmöguleika fyrir samstarfsverkefni í Norður-Atlantshafi.

NORA getur styrkt verkefni um allt að 500.000 danskar krónur á ári (þrisvar sinnum).

Engin skráning fyrirfram á fundina, bara mæta. Öll velkomin.

Hér eru slóðir á kynningarfundina ásamt tímasetningu:

Skandinavíska: þriðjudagur 10. febrúar kl. 12:00

Enska: þriðjudagur 10. febrúar kl. 13:00

Næsti umsóknarfrestur í NORA verður mánudaginn 2. mars 2026 n.k. Á heimasíðu NORA, www.nora.fo eru ítarlegar upplýsingar um umsóknarferlið og kynningarfundina.

Nánari upplýsingar veitir tengiliður NORA, Hanna Dóra Björnsdóttir hjá Byggðastofnun, netfang: hannadora@byggdastofnun.is


Norræna Atlantssamstarfið (NORA) eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu Ráðherranefndarinnar. Starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs (níu norskra strandfylka frá Finnmörku í norðri til Rogalands í suðri svo og Svalbarða). Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin.


Til baka

Fréttasafn

2026
janúar
2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389