Fara í efni  

Fréttir

Norðurslóðaverkefni um verslun í dreifbýli undir forustu Íslendinga

NORA og NPP hafa samþykkt að styrkja verkefnið

Nú er að hefjast samstarfsverkefni Íslendinga og annarra norrænna þjóða um að leita lausna á vanda dreifbýlisverslunar á Norðurslóðum. Gerð verður greining á mismunandi tegundum smásöluverslana í dreifbýli og fundnir þeir þættir sem mestu máli skipta um velgengni þeirra. Rannsóknarsetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst stjórnar verkefninu en mótun og undirbúningur þess var unninn í samstarfi við Byggðastofnun

NORA, Norræna atlantssamstarfið, styrkir verkefnið auk þess sem Norðurslóðaáætlunin, Northern Perephery Programme, hefur samþykkt að veita verkefninu undirbúningsstyrk. Fyrsti hluti verkefnisins verður unninn á fjórum mánuðum og felur í sér þarfagreiningu og fullmótaða verkáætlun fyrir meginverkefnið. Í fyrsta áfanga verkefnisins taka þátt, auk Íslendinga; Finnar, Norðmenn og Færeyingar. Þá verður unnið að þáttöku fleiri þjóða og lögð sérstök áhersla á þáttöku Grænlendinga og Skota. Gert er ráð fyrir að meginverkefnið muni taka þrjú ár. Þeir aðilar sem koma að verkefninu frá þáttökuþjóðunum eru háskólastofnanir, byggðaþróunarstofur líkt og Byggðastofnun og aðrir sérfræðingar á sviði verslunar og byggðaþróunar. Þá verður unnið í nánu samstarfi við verslanir, atvinnuþróunarfélög og aðra hagsmunaaðila.

Öll lönd sem byggja Norðurslóðir eiga við það vandamál að stríða að illa gengur að reka smásöluverslanir í fámennum byggðalögum. Verslanirnar eru samt einn grunnþáttur þess að fólk geti búið í þessum byggðalögun. Mikil hætta er á að þegar eina verslunin í litlu byggðalagi hættir starfsemi þá flytjist þaðan íbúarnir. Þess vegna  verða stjórnvöld  að grípa til stuðningsaðgerða eða annarra neyðarráðstafana til að halda versluninni gangandi. Á hinn bóginn er ekki heldur viðunandi fyrir rekstraraðila verslana að reka fyrirtæki sitt með tapi.

Verkefnið sem nú er að hefjast miðar að því að finna laustnir sem gagnast öllum hlutaðeigandi; stjórnvöldum, verslunareigendum og íbúum staðanna. Niðurstöðurnar verða nýttar í formi ráðgjafar og kennsluefnis í hverju þáttökulandanna.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389