Fara í efni  

Fréttir

NPP og ESPON á uppskeruhátíð ESB samstarfsáætlana

NPP og ESPON á uppskeruhátíð ESB samstarfsáætlana
Jólasveinarnir úr Mývatnssveit

Byggðastofnun tók þátt í uppskeruhátíð samstarfsáætlana ESB  22. nóvember sl. Margir sóttu uppskeruhátíðina, sýningarbása og ýmsa dagskrárliði sem settir voru á svið. Á myndunum sem fylgja má sjá fulltrúa Byggðastofnunar og verkefnanna sem kynnt voru á hennar vegum á uppskeruhátíðinni.

Byggðastofnun hefur umsjón með tveimur ESB-áætlunum, Norðurslóðaáætluninni sem er atvinnu- og byggðaþróunarsjóður og ESPON, sem er samkeppnissjóður fyrir byggðarannsóknir. Háskólinn á Akureyri er starfstengiliður fyrir ESPON með sérstökum samningi við Byggðastofnun. 

Á uppskeruhátíðinni voru kynnt þrjú verkefni Norðurslóðaáætlunarinnar:

Snætöfrar sem þróaði vörur, þjónustu og viðburði er varðar ferðaþjónustu á vetrum, í tengslum við menningu og sérstöðu.

Hagleiksmiðjan sem selur handverk, segir sögu þess og lýsir menningunni sem handverkið er sprottið úr og upplifuninni sem fylgir því að sjá vöruna verða til.  Búið er að opna  tvær Hagleikssmiðjur, Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki, Arfleifð á Djúpavogi og þriðja hagleikssmiðjan opnar fljótlega á Stykkishólmi. 

Small Craft Emergency Response and Survival for Arctic Conditions (SMACS) sem hefur að markmiði að útbúa öryggis- og björgunarfræðsluefni fyrir smábátasjómenn við heimsskautsaðstæður. Útbúnir verða þjálfunarpakkar og rafræn námsgögn með hermilíkönum við raunaðstæður með hjálp tækninnar. Íslenski þátttakandinn er Slysavarnaskóli sjómanna.

Tvö verkefni sem styrkt eru af ESPON voru kynnt:

KITCASP - Key Indicators for Evidence-based Spatial Planning. Í verkefninu var unnið að þróun og vali 20 vísa (indicators) til að nota við skipulagsvinnu í ríkjum Evrópu. Verkefnið var unnið í nánum tengslum við hagsmunaaðila í fimm löndum sem aðild áttu að rannsókninni, en það voru Baskaland, Írland, Ísland, Lettland og Skotland. Írar í byggðarannsóknastöðinni (National Institute for Regional and Spatial Analysis) í Maynooth fóru með verkefnisstjórn en Graeme Purvis hjá skosku ríkisstjórninni fór fyrir hagsmunaaðilum. Fyrir hönd hagsmunaaðila á Íslandi fór Skipulagsstofnun og Rannsókna- og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri sá um rannsóknaþáttinn.

SeGI - Indicators and perspectives for services of general interest in territorial cohesion and development. Verkerfnið var unnið í samvinnu 11 landa undir stjórn Kungliga Tekniska Högskolan (KTH) í Stokkhólmi. Íslenski þátttakandinn í verkefninu var Rannsókna- og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri. Markmiðið var að rannsaka tengsl milli Services of General interest, sem er hugtak ættað úr stjórnsýslu ESB en þýða mætti sem almannaþjónustu, og þróunar byggðar í löndum Evrópu. Þannig voru m.a. gerðar níu tilviksrannsóknir (case studies) í jafn mörgum löndum og kortlagðir vísar eða indicators sem ætlað var að lýsa stöðu almannaþjónustu í löndum Evrópu. Meðal efnis sem gefið var út er kortabók eða Atlas með þemakortum yfir ýmsa vísa á þessu sviði.

Íslendingar taka virkan þátt í samstarfsáætlunum ESB og varlega áætlað hafa íslensk fyrirtæki, stofnanir, skólar, félagasamtök og einstaklingar fengið um 200 milljónir evra í styrki úr evrópskum áætlunum sl. 20 ár, svarandi til um 32,6 milljarða íslenskra króna, auk þess sem um 25 þúsund Íslendingar hafa verið á faraldsfæti um alla Evrópu við nám, störf og starfsþjálfun af ýmsu tagi. Á sameiginlegri heimasíðu stofnana sem hafa umsjón með áætlununum hér á landi má nálgast gagnvirkt Íslandskort sem sýnir dreifingu og upphæðir styrkja eftir landshlutum og viðfangsefnum. Þar má einnig finna upplýsingar um áætlanirnar og verkefnin sem voru kynnt á uppskeruhátíð Evrópuáætlana í Reykjavík þann 22. nóvember sl. og hafa verið styrkt af sjóðum Evrópuáætlananna sl. 20 ár. Slóðin er www.evropusamvinna.is.

Hér má sjá nokkrar myndir frá uppskeruhátíðinni.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389