Fara í efni  

Fréttir

NPP-verkefnið DESERVE (Delivering Services in Rural and Remote Areas: A Transnational Exchange of Ideas and Practices)

Byggðastofnun tekur þátt í NPP-verkefni um þjónustu í dreifbýli og afviknum stöðum fyrir hönd Íslands. Með verkefninu, sem kallað er DESERVE, er leitast við að koma á fót líkani um þjónustu í dreifðum byggðum sem nota má í löndum NPP.

Byggðastofnun tekur þátt í NPP-verkefni um þjónustu í dreifbýli og afviknum stöðum fyrir hönd Íslands. Með verkefninu, sem kallað er DESERVE, er leitast við að koma á fót líkani um þjónustu í dreifðum byggðum sem nota má í löndum NPP. Megin markmið verkefnisins er:

  • Að auka hagkvæmni þjónustu í dreifbýli.
  • Að yfirfæra þjónustuaðferð í dreifbýli milli landa með því að útfæra  þjónustuaðferðir unnar í einu landi yfir í dreifðar byggðir annarra landa.
  • Að leita eftir aðstæðum þar sem einstaka þjónustuaðferðir þátttakenda geta aukið þjónustu  með aðlögun og hvaða hindranir eru á að ná árangri.
  • Að styrkja þjónustustig í afskekktum og dreifðum byggðum innan NPP svæða.
  • Að styrkja aðgang að þjónustu innan NPP svæða með því að staðla nálgun þjónustu á svæðum þátttakenda.  

Önnur þátttökulönd eru Skotland, Svíþjóð, Finnland og Noregur, en Noregur er nýlega byrjaður í verkefninu. Nú hafa verið haldnir þrír kynningarfundir, í Svíþjóð, Finnlandi og nú síðast  26. til 29. maí í Skotlandi. Í byrjun september verður svo haldinn kynningarfundur á Húsavík.

  • Framlag Íslands er verkefnið “Rafrænt samfélag”. Annars vegar er um að ræða verkefnið  “Sunnan3” (http://www.sunnan3.is ) sem er verkefni þriggja sveitarfélaga á Suðurlandi og hins vegar verkefnið  “Virkjum alla” (http://www.skjalfandi.is/) sem er verkefni þriggja sveitarfélaga á Norðurlandi. Verkefni Íslands hefur vakið mikla athygli, sem hefur m.a. lýst sér í því að fulltrúar 12 sveitarfélaga í Svíþjóð heimsóttu Árborg 10. til 12. apríl sl. þar sem verkefnisstjórar Sunnan3 og Virkjum alla svöruðu spurningum um framvindu verkefnanna. Í september verður kynning á íslenska verkefninu og þá heimsækja Húsavík fulltrúar frá Skotlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi sem kynna DESERVE verkefni sem verið er að vinna að í hverju landi um sig.
  • Í Skotlandi er litið svo á að þeir sem bjóða þjónustu og þeir sem sjá um stefnumörkun hafi enn tilhneigingu til að vinna svæðisbundið, þ.e. að einstaka svæðum í senn. Einnig er viðurkennt að  sameiginleg viðmið og nálgun málefna dreifbýlis er forsenda til að ná fram árangursríkri og  skilvirkri þjónustu. Skoska verkefnið er ný nálgun á að veita þjónustu til heimila í dreifbýli til hópa sem eiga undir högg að sækja, jafnframt að aðstoða þá við að sækja þjónustu sem er fyrir hendi í heimabyggð.  Félagsheimili í Skotlandi hafa með höndum ýmsa þjónustu sem er mismunandi eftir svæðum. Rannsókn á þjónustu félagsheimila í dreifðum byggðum Skotlands fór fram á vegum SCVO 2001 og verður í þessu samhengi uppfærð árið 2005 og verður öðrum þátttakendum í DESERVE verkefninu til upplýsingar.
  • Í finnska verkefninu er takmarkið að þróa þjónustu fyrir litla byggðakjarna þar sem hugmyndir um þjónustu frá Skotlandi, Íslandi og Svíþjóð eru sameiginlega yfirfærðar. Verkefnið gengur út á að hvetja og koma á framfæri svæðisuppbyggingu með því að staðsetja þjónustu í byggðakjörnum. Litið verður til “félagsheimila” (Village Halls) frá Skotlandi, blandaðrar þjónustu frá Svíþjóð og rafræns samfélags frá Íslandi til fyrirmyndar. Gerð verður tilraun til að brúa bil milli sveitarfélaga og umdæma eða landshluta í dreifbýli  á lífsnauðsynlegum þjónustusviðum.
  • Í sænska verkefninu á að samræma samkeppni og þjónustu hins opinbera á afskekktum svæðum og í dreifbýli. Þegar verslunum er lokað vegna rekstrarerfiðleika aðstoðar ríkið með fjárframlögum við að endurreisa þjónustumiðstöðvar í dreifbýli, þar sem leitast er við að sameina ýmsa þjónustu undir sama hatti, t.d. pósthús, verslun, banka, bensínstöð og heilsugæslu.
  • “Bottom Rules” er sameiginlegt verkefni Noregs og Svíþjóðar. Það var nýlega samþykkt með sérstakri undanþágu inn DESERVE-verkefnin.  Í nokkur ár hafa 8 sveitarfélög í Jämtland í Svíþjóð unnið sameiginlega að þróun verkefnis sem lýtur að dreifbýli með áherslu á þátttöku íbúa.  Markmið verkefnisins er að örva frumkvæði í dreifbýli. Árið 2004 var komið á sambandi við 9 sveitarfélög í Noregi sem glíma við svipuð vandamál og ákveðið að vinna sameiginlega að verkefninu.

 

Starfsmaður DESERVE-verkefna á Íslandi er Halldór V. Kristjánsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389