Fara efni  

Frttir

N stjrn Byggastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í dag á Sauðárkróki tók við ný stjórn stofnunarinnar.  Í nýju stjórninni eiga sæti þau Þóroddur Bjarnason prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri en hann er jafnframt formaður stjórnarinnar, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar,

Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Austurlands,  Gunnar Svavarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Sigurborg Kr. Hannesdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Ildi, Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjöríss og Ólöf Hallgrímsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Vogum í Mývatnssveit.

Varamenn í stjórn eru Þorsteinn Gunnarsson f.v. rektor Háskólans á Akureyri, Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set ehf.,  Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar Snerpu, Jóna Árný Þórðardóttir greiningarsérfræðingur innra eftirlits hjá Alcoa Fjarðaáli, Laufey Helgadóttir hótelhaldari á Hótel Smyrlabjörgum, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor við Háskólann á Hólum.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389