Fréttir
Ný verkefnisáætlun og opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Jú víst! Kraftur í Kaldrana
Ný verkefnisáætlun og opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Jú víst! Kraftur í Kaldrana
Verkefnisáætlun fyrir verkefnið Jú víst! Kraftur í Kaldrana hefur nú verið gefin út, hana má skoða hér. Í verkefnisáætluninni er framtíðarsýn íbúa í Kaldrananeshreppi sett fram, en sýnin byggir á skilaboðum frá íbúaþingi sem haldið var í byrjun október sl. Einnig eru að finna í verkefnisáætluninni fjögur meginmarkmið, sem sömuleiðis byggja á skilaboðum íbúaþingsins, þau eru:
- Fjölbreytt atvinnulíf
- Samheldið samfélag
- Öflugir innviðir
- Auðlindir í þágu samfélagsins
Undir hverju meginmarkmiði eru starfsmarkmið sett fram, samtals 65 talsins. Næstu fimm árin verður unnið að markmiðunum sem íbúar hafa sett sér en þau snúa að því að efla byggð, búsetu og mannlíf í Kaldrananeshreppi. Verkefnisáætlunin verður því nokkurs konar leiðarljós í verkefninu en getur tekið breytingum eftir því sem verkefninu vindur fram.
Opnað fyrir umsóknir um styrki í Frumkvæðissjóð Jú víst! Kraftur í Kaldrana
Mánudaginn 1. desember geta áhugasamir hafið umsóknarferlið og sent inn umsóknir um hvers kyns frumkvæðisverkefni í Frumkvæðissjóð Jú víst! Kraftur í Kaldrana. Tekið verður við umsóknum til miðnættis sunnudaginn 18. janúar 2026. Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna á heimasíðu verkefnisins hjá Vestfjarðastofu sjá hér. Valgeir Jens Guðmundsson verkefnisstjóri veitir nánari upplýsingar, aðstoð og ráðgjöf eftir því sem óskað er eftir. valgeir@vestfirdir.is
Verkefnið færist í framkvæmdaáfanga
Á þessum tímamótum færist verkefnið, Jú víst! Kraftur í Kaldrana, yfir í framkvæmdaáfanga og verður fróðlegt að sjá hversu margar umsóknir munu berast í Frumkvæðissjóðinn í þessu fyrsta umsóknarferli. Samhliða verður hafin vinna að þeim markmiðum sem íbúar settu fram í verkefnisáætlun. Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á heimasíðu Byggðastofnunar hér og á fb síðu verkefnisins hér.
Verkefnið er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

