Fara efni  

Frttir

Njar leiir jnustu vi eldri ba - hugavert verkefni

Sveitarfélögin Luleå í Svíþjóð, Bodö í Noregi og Samband sveitarfélaga í Færeyjum leita eftir íslensku sveitarfélagi til að taka þátt í þróunarverkefni sem ber heitið "Our life as elderly" - nýjar hugmyndir um skipulag þjónustu fyrir eldri borgara.

Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins - Northern Periphery Programme.

Sveitarfélögin Luleå í Svíþjóð, Bodö í Noregi og Samband sveitarfélaga í Færeyjum leita eftir íslensku sveitarfélagi til að taka þátt í þróunarverkefni sem ber heitið "Our life as elderly" - nýjar hugmyndir um skipulag þjónustu fyrir eldri borgara. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins - Northern Periphery Programme.

Verkefnið er í raun framhald af öðru verkefni, sem hófst fyrir þremur árum, en það fólst m.a. í greiningu á þörfum "eldri" borgara í aldurshópnum 55 - 65 ára.  Niðurstöður þeirrar greiningar, sem finna má á vefslóðinni www.ourfuture.se , þykja áhugaverðar og nú er komið að því að hrinda þeim framkvæmd. 

Framangreind sveitarfélög vilja gjarnan fá fleiri í lið með sér í þann áfanga og má ætla að þar sé ýmislegt sem íslensk sveitarfélög geta nýtt sér.

Allar nánari upplýsingar veitir Marianne Petersen í Lulå en netfangið hennar er: marianne.pedersen@soc.lulea.se


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389