Fara efni  

Frttir

Nr forstumaur fyrirtkjasvis Byggastofnunar

Nr forstumaur fyrirtkjasvis Byggastofnunar
Eln Gra Karlsdttir

Ákveðið hefur verið að ráða í starfið Elínu Gróu Karlsdóttur starfsmann fyrirtækjasviðs.  Elín Gróa hefur undanfarin ár starfað sem lánasérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar.  Elín er viðskiptafræðingur B.S frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á stjórnun og stefnumótun, diplómagráðu í hagnýtum jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands og er að ljúka mastersnámi í opinberri stjórnsýslu MPA frá Háskóla Íslands.  Elín hefur unnið á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar frá árinu 2007, en starfaði þar áður hjá Reykjavíkurborg og Búnaðarbanka Íslands í 12 ár.

Helstu verkefni fyrirtækjasviðs eru að halda utan um og greina lánsumsóknir og gera í þeim tillögur um afgreiðslu til lánanefndar og stjórnar.  Fyrirtækjasvið annast útborgun lána og eftirfylgni á lánstímanum, auk aðstoðar og ráðgjafar til viðskiptavina stofnunarinnar auk ýmissa annarra verkefna í nánu samstarfi við þróunarsvið Byggðastofnunar. Forstöðumaður ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni þessara þátta, og hefur einnig umsjón með áhættumati útlánasafns og gerð tölfræðiupplýsinga sem því tengjast og vinnur að stefnumörkun fyrir starfsemi sviðsins í samráði við forstjóra og stjórn.  Þá er forstöðumaður fyrirtækjasviðs staðgengill forstjóra.

 


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389